Ég ætla hér að skrifa stutta grein um kínversk tattoo. Þetta er með algengari tattoo'um sem fólk byrjar á (af þeim sem ég þekki og veit um) og er það oft lítil tákn á hendina eða bakið, en allavega í þessari grein minni ætla ég að leiða í ljós sannleikann um kínversk tattoo.
Þó svo að kínversk tattoo byggð á kínverskum táknum og japanskri skriftar gerð, þá eru þessi tattoo óheyrð í Kína og Japan og eru í raun tattoo sem eiga uppruna sinn í hinum vestræna heimi sem nota ekki einu sinni þessa leturgerð.
Mörg af svona tattoo'um eru bull eða bara krass á upprunalega tungumálinu þ.a.l. gæti manneskja sem kann þetta tungumál ekki lesið hvað stæði á þér ef hann sæji tattoo'ið, og form þessara kínversku tákna eru of misskilin.
Og þar sem fæstir tattoo'verarar eru ókunnugir þessari asísku leturgerð þá krota þeir oft upp eitthvað sem hefur verið prentað á blað sem jafnvel tekið uppúr forritinu Word, og stundum ‘impróvæsa’ tattoo'verararnir táknin og koma þau þá oft út sem algert bull eða jafnvel eins og barnaleg endurgerð á kínversku tattooi.
Og vil ég bend á Þessa síðu sem er tileinkuð röngum kínverskum táknum og alls konar skemmtilegu dóti.
Sumir tattoo'verarar hafa meira að segja gerst svo óforskammaðir að skrifa alls konar ljót orð eða bull á fólk og því miður komast þeir oftast upp með það, þar sem hinn almenni íbúi vestræna heimsins kann ekki kínversku.
Sjálfur er ég með kínversk tákn á hendinni, hver veit nema það sem bara eitthvað bull? Þó svo að ég treysti því að Sverrir hafi ekki verið að láta á mig einhverja vilteysu. Og ég tel íslenska listamenn ekki stunda það að gera ljót orð eða frasa á fólk. En annars ætla ég að láta setja yfir tattoo'ið mitt (ekki afþví að ég las um þessi bull tattoo heldur langar mig að hafa flottara tattoo á þessum stað).
kv. Liverpool