Jæja, þar sem triviunni er lokið er komið að næstu keppni, s.s. spunasamkeppni.

Reglurnar eru eftirfarandi:

1. Spuninn á að fjalla um fyrstu misserin (minnst vika, mest 1 ár) eftir að stríðinu lýkur í lok 7. bókarinnar, frá sjónarhorni einnar eða fleiri af eftirtöldum persónum: Harry Potter, Hermione Granger, hver sem er úr Weasley fjölskylduni, Draco Malfoy, Andromeda Tonks og Kingsley Shacklebolt.
2. Spuninn má vera annað hvort á íslensku eða ensku.
3. Minnsta lagi 1000 orð, mesta lagi 8000.
4. Loka skiladagur er páskadagur, 12. apríl 2009 og fljótlega eftir það set ég af stað skoðanakönnun sem ræður úr um úrslitin.
5. Það er engin sérstök “rating”, en ég bið fólk vinsamlegast að nota skynsemina og halda sig innan siðsamlegra marka með það í huga að það er fólk á öllum aldri á þessari síðu.

Ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt og vona að tímamörkin reynist sanngjörn. Ef einhver lendir í vandræðum tímalega séð, sendið mér skilaboð og við sjáum hvort hægt sé að framlengja tímann sé þess þörf.
Gangi ykkur vel.
Kveðja,