Jæja, það verður enn ein æðisleg smásagnakeppni haldin hérna með, eins og ávallt, engum verðlaunum nema heiðrinum af sigrinum sjálfum! Hún verður í einfaldari kantinum núna (en við erum ávallt opin fyrir hugmyndum) og með einföldum reglum:

1. Lágmarkið er eins og ávallt 1000 orð, en hámarkið 5000.
2. Það má skrifa bæði á ensku og íslensku, en önnur tungumál koma því miður ekki til greina.
3. Orðin “doppóttur” og “hanagal” þurfa á einhvern hátt að koma fram, sama hvort það er annað hvort eða bæði. (Þið fáið plús fyrir að láta bæði koma fram).
4. Þemað að þessu sinni verða gömlu, góðu dagarnir þegar stofnendur Hogwarts (the Founders) voru uppi. Sagan þarf þar af leiðandi að fjalla um þau, það er í ykkar höndum að ráða hvort þið hafið þau öll eða aðeins nokkur þeirra.
5. Original characters, eða persónur sem þið skapið sjálf, ERU leyfðar með en ekki láta allt fyllast af þeim, sérstaklega ef þið hafið þau í aðalhlutverki.
6. “Deadline”ið verður 24.apríl. (Ef einhverjir grátbiðja okkur þá verður skilafrestur framlengdur, en reynið samt að vera búin fyrir þennan tíma).
7. Sendið inn sem “Smásagnakeppni - nafn á sögu”.



Endilega verið svo ekki feimin við að senda inn, einu sinni verður allt fyrst og þið tapið engu á því að prufa! Njótið þess að geta gert hvað sem þið viljið með innan við 5000 orðum við Godric Gryffindor, Salazar Slytherin, Helgu Hufflepuff og Rowenu Ravenclaw.

G.G.I.B.