Jæja, þá er komið að hinni næstum því árlegri jólasmásagnakeppni Harry Potter áhugamálsins. Keppnin verður með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast en við ætlum að láta á það reyna og sjá hvernig það gengur. Er hugmyndin sú að hafa þetta þannig að þeir sem hafi áhuga á að taka þátt fá úthlutað persónum til að skrifa um og svo verður almennt þema sem á við allar sögurnar. Verður þetta bæði það sem kallast “canon” pör og “non-canon”, sem sagt ýmist pör sem eru í bókunum og svo eitthvað sem okkur dettur í hug. En örvæntið ekki, það verður ekkert í líkindum við Filch/Hagrid eða eitthvað svoleiðis absurd.. pör.

1. Hún verður að vera á íslensku. Engar undantekningar, en ekki láta þetta vera eitthvað sem haftar ykkur að taka þátt. Þeir sem eru búnir að temja sér það að skrifa á ensku ættu þá bara að gera eina litla breytingu og prufa að skrifa á íslensku! Það er ekkert mál, þetta er jú tungumálið sem við tölum dags daglega!


2. Hún má ekki vera styttri en 1000 orð og ekki mikið lengri en 4500 orð.


3. Hún má ekki vera grófari en það sem flokkast undir R á hefðbundum fanfiction síðum, þ.e. það má minnast á ef eitthvað “klúrt” gerist en það má ekki lýsa því í smáatrðum. Æskilegast væri samt sem áður að það mundi vera innan PG-13 markanna.

Jólaandinn á að leka af sögunum en megin þemað á að vera “Fyrstu jólin”. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendið mér (fantasia) skilaboð . Byrjað verður að taka við smásögum 10. desember og síðustu greinarnar verða samþykktar 22. desember sem ætti að vera nægur tími fyrir alla. Úrstlit verða síðan kynnt um áramótin.

Með von um að sem flestir vilji taka þátt!