Jólasmásagnasamkeppni!
Jæja! Þá er komið að annarri smásagnasamkeppninni í ár. Sú fyrsta gekk prýðilega og var þátttaka rosalega góð! Það verður sama fyrirkomulag og síðast þar sem vægi könnunar og mat stjórnenda á sögunum skipti máli.
Í þessari keppni á að skrifa um jólin! Þannig að þetta verður jólasmásagnasamkeppni. Það skiptir ekki á hvaða tímabili sagan gerist, hvort þetta er hasar, rómantík eða angist, heldur bara að hún gerist á jólunum. Það verður ekki sagt hvaða persónur má einungis nota en það er skilyrði fyrir því að persónan hafi komið fyrir af einhverju viti fyrir í bókunum. Skáldaðar persónur eru ekki leyfðar, aðeins þær sem koma fram í bókunum. Lágmarks lengd er 1000 orð og reynið að takmarka lengdina við 3000 orð.
Það er ekkert skilyrði með tungumál, en ég mæli ekkert sérstaklega með því að skrifa sögu á hebresku þar sem hugi styður hebresku ekkert alltof vel og tja.. .það eru ekkert of margir læsir á hebresku. Enska og íslenska er þess vegna málið, en við viljum helst fá sögur á íslensku.
Jæja, einu skilyrðin eru að þetta fjalli um jól, sé um Harry Potter og hans heim og sé yfir 1000 orð. Allt annað er undir ykkur komið!
Við byrjum að taka við sögum núna! skilafrestur er til 31. desember. Könnun verður þá sett upp og úrslit kynnt eins fljótt og auðið er.
Kveðja,
Stjórnendur /hp