Samkvæmt íslenskum hegningalögum er refisvert að birta myndir sem sínar eigin og þar með viljum við biðja ykkur um að segja hvar þið fenguð myndirnar sem þið sendið inn.

http://www.althingi.is/lagas/126a/1972073.html
3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.

4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt.


Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. [...]

Þannig að hér með verður að hafa link eða nafn höfundar á myndinni eða hjá myndinni svo að myndin komist í gegn. Það er ekki nóg að segja: fann þetta á google með því að slá inn Harry Potter. Nafn höfundar og/eða link.