Jæja, þá get ég loks skrifað hérna…
Fyrst af öllu vill ég þakka þeim sem hafa óskað mér til hamingju, hér og í pm… hinsvegar vill ég taka fram að til hamingju er ef til vill ekki rétt til orða tekið þegar einhver tekur við stjórneda stöðu, gangi þér vel er ef til vill betur við hæfi. Ég vonast til að geta hjálpað til við að halda áhugamálinu virku og málefnalegu. Ég hef ekki getað sent inn nein álit síðustu 2 vikurnar þar sem af einhverjum furðulegum ástæðum ég helst ekki inni þegar ég skrái mig inn á huga, ef einhver á við sma vandamál að stríða má hann/hún endilega hafa samband við mig og við getur reynt að finna út hvað sé í gangi.
varðandi bakgrunn minn í HP… Ég fékk fyrstu bókina í jólagjöf þegar ég var 14 ára gamall (8 ár síðan). Að sjálfsögðu var þetta ást við fyrsty sýn og ég las mig í gegnum þær 3 bækur sem voru komnar áður en janúar mánuður kláraðist. Ég fór að tala um bækurnar við vini mína og lesa kenningar og fleira þes háttar á netinu. Sá strax að enska útgáfan var nauðsynleg til þess að taka þátt í alþjóðlegum umræðum þar sem orð ensku bókarinnar eru hinn opinberi söguþráður. 17 ára flutti ég til Dóminíska Lýðveldisins, og þar voru örlög mín endanlega ráðin, ég las bækurnar á spænsku líka og stjórnaði umræðuhópum um Harry Potter í tungumálaskóla í hverfinu mínu. Síðan þá líður ekki sá dagur að ég minnist ekki á Harry Potter. Núna er ég búsettur í Indónesíu (reyndar skrifa ég þetta frá Singapore)og er að reyna að komast í gegnum fyrstu bókina á Bahasa Indonesia.
En þakka ykkur fyrir að gefa mér tækifæri á að hjálpa þessu áhugamáli að halda áfram að vera það sem margir frábærir einstaklingar (Tzip, Fantasia etc.) hafa byggt það upp til þess að vera.
Voldemort is my past, present and future.