Ekki tekið við fleiri stigagjöfum. Úrslit verða kynnt sem fyrst
Jæja! Þá er komið að því að kjósa sigurvegara í smásagnakeppninni! Fyrst vil ég samt segja að þáttakan var mun betri en ég bjóst við, heilar tíu sögur! Er ekki stemning að gera þetta svo aftur?
Ég ætla að telja upp sögurnar sem voru sendar inn svo að þær eru á einum stað og áður en ég útskýri hvernig ÞÚ notandi góður getur haft áhrif á hver vinnur.
Lily2 sendi inn söguna Til hjálpar
Lucina sendi inn söguna Too many drinks?
Senda sendi inn sögunaNever, Ever drink again!
Wannabewriter sendi inn söguna Síðasti dagurinn
Cho sendi inn sögunaCosy litle dungeon
Gulla369Griz sendi inn söguna Svikari, blóðníðingur og varúlfur
Worldwide sendi inn söguna Kvalarfull eftirseta
Samot sendi inn söguna Lífbjörg
Aesa sendi inn söguna Tvö stutt bréf
Kat701 sendi inn söguna Confrontation
Núna er komið að ykkur notendum til að kjósa sögurnar sem ykkur finnst vera bestar. Ég vil að þið setjið einhverjar fimm sögur í fimm sæti. Það mun þá koma svona út:
1. Dansi flikkólínu
2. Hérabakan
3. Sagan um hárklemmuna
4. Upp, upp, upp á fjall
5. Sagan af bláa fuglinum
(ath. Þetta er skáldskapur í mér… vonandi fattið þið það..)
Sú saga sem ÞÚ setur í fyrsta sæti fær FIMM stig. Annað sæti færi fjögur stig, þriðja fær þrjú stig, fjórða fær tvö stig og fimmta fær eitt stig. Það má aðeins setja eina sögu í hvert sæti og það á setja “nafn á sögu”- “höfundur” svo að það sé skýrt og greinilegt.
Ég bið ykkur þó að kjósa ekki nema þið séuð búin að lesa þær sögur sem þið viljið kjósa. Þetta er gert svo að það séu fleiri möguleikar í boði. Ókosturinn við kannanir er nefnilega að það er bara einn valmöguleiki. Það gengur ekki þegar það eru svona margar smásögur í gangi.
Vonandi er þetta skiljanlegt. Úrslit verða svo kynnt 8. júlí, eftir viku.