Því sem var breytt: Hvenær sagan á að gerast og skilafrestur og nýr dómari- annar hættur.
Jæja, ákveðið hefur verið að skella einni smásagnarkeppni á liðið! Þeir taka þátt sem vilja, betri fleiri en færri, en aðeins þeim sögum sem uppfylla eftirtalin skilyrði verða tekin gild í smásagnakeppnina.
Því sem hefur verið breytt eða bætt við er skáletrað
Viðfangsefni:
Einhverjir (Lágmark 2, hámark 5) af eftirtöldum lokast inn í dýflisunni í Hogwarts í sólarhring. Það þarf að segja hvernig þau komust þangað og af hverju þau lentu þarna og hvernig þau ætla að komast út. Eftirtaldir eru:
Hermione Granger, Harry Potter, Ronald Weasley, Dumbledore, Minevra McGongall, Severus Snape, Ernie McMillan, Hannah Abbott, Mrs Norris, Draco Malfoy, Petunia Dursley, Mrs Figg, Remus Lupin, Charlie Weasley, Narcissa Malfoy, Skakklappi, Cho Chang, Prófessor Spíra, Ginny Weasley, Fred Weasley, Peeves, Blóðugi Baróninn, Luna Lovegood
Hámark tveir úr sömu vist, sömu ætt eða úr sömus starfsgrein mega vera saman í sögunni, til þess að hafa hópinn eins sundurleitann.
Það skiptir ekki máli hvenær sagan á að gerast en það þarf að merkja í byrjun sögunnar hvenær hún á að gerast. Bara að segja eftir hvaða bók þetta er, eða hvaða ár.
Dómgæsla:
Dómarar ráða 60% af einkunnargjöf og notendur 40%. Dómarar dæma eftirfarandi:
-Uppbyggingu textans; Það að hann hafi gott flæði og uppbygging sögunnar sé góð. (15%)
-Málfar og stafsetning. (10%)
-Persónusköpun; það að persónurnar hafi sinn persónuleika og það að hann komi fram. (15%)
-Hvernig sagan kom fram sem heild, þ.e. hvort hún var skemmtileg, dramatísk, rómantísk og hvernig hún virkaði á lesandann. (20%)
Hin 40% eru alfarið í höndum notenda. Þá verður send inn könnun og þeir sem hafa ekki lesið sögurnar eru vinsamlegast beðnir um að svara ekki, til þess að hafa þetta sem sanngjarnast.
Dómarar eru Fantasia, Sillymoo og Supernanny. Remus Lupin hætti vegna tímaleysis, en er búinn að bjóðast til þess að vera í dómnefnd næst.
Sagan verður að vera lágmark 800 orð- hámark 5000 orð.
Til þess að saga verði gild þarf hún að vera merkt:
Smásagnasamkeppni- Titill
Tekið verður á móti sögum frá 11. júní 2006 til 25. júní 2006 ATH. Búið að lengja skilafrest til 30. júní 2006 nema annað verði tekið fram. Ef eitthvað breytist, nýir dómarar, lengri skilafrestur eða eitthvað annað smávægilegt þá verður það tilkynnt á tilkynningarkubbnum.
Öllum spurningum verður svarað hér á þessari grein eða í skilaboðum til Fantasiu.