Jæja ég er heima í smástund. Var að koma að norðan og er svo á leiðinni upp í bústað og verð þar í viku.
Það var skemmtileg ferð norður.
Byrjaði á að hitta BudIcer og borða með honum kvöldmat á föstudag (skrýtnustu pizzu sem ég hef á ævinni smakkað… með nautakjöti, bernais og frönskum kartöflum). Fór svo áfram á fjölskyldumót á fallegu tjaldstæði. Þangað kom svo vinur eins frænda míns og kom þá í ljós að hann er líka hugari og hefur stundum kíkt hér inn. Frekar nýr hér á síðunni, AlliJ held ég að hann hafi sagst heita (er það ekki rétt hjá mér Alli?). Upphófust miklar HP umræður að vanda og mikið var reynt að hvetja aðra fjölskyldumeðlimi að grípa nú í bókina á ensku og hætta þessum aumingjaskap að vera að bíða eftir þeirri Íslensku. Eftir að fjölskyldumóti lauk keyrði ég upp í sveit til Tonks (viltist nokkrum sinnum á leiðinni svo það sem átti að vera klukkutíma túr varð að 3 tímum eða svo… ;P
Tonks fékk svo að fljóta með inn á Akureyri og þar fórum við aftur að hitta fleiri fjölskyldumeðlimi.
Allt í allt var þetta mjög skemmtilegt ferðalag og ég sit hérna núna sólbrunnin og sæt…
Gaman að hitta hugara í eigin persónu.
BudIcer, Tonks og AlliJ, gaman að hitta ykkur, heyri í ykkur seinna.
En nú fer ég að halda af stað í bústaðinn… ætla að svara einhverjum af þessum 22 skilaboðum sem bíða mín og sé ykkur svo aftur eftir viku.
Kveðja
Tzipporah