Nú hafa nokkrir einstaklingar bæst við starfsliðið hér á huga.is/hp
Fyrsta ber að nefna nýja fréttamenn sem ætla að sjá um Fréttakubbinn okkar ásamt okkar elskulega BudIcer en það eru þau Fantasía, Sillymoo, gunnso og Steini1.
Við bjóðum þau velkomin til starfa og hlökkum til að fá mikið af spennandi fréttum frá þeim.
Einnig hafa þau samot, Aesa, tonks og gulla369griz tekið að sér að sjá um persónu mánaðarins kubbinn auk Tzipporah.
Bjóðum þau einnig velkomin til starfa.
Auk þess að sjá um þessa kubba ætla þau að senda spennandi samsæriskenningar, fróðleiksmola og ýmislegt fleira inná kubbinn “The Quibbler” sem nú hefur verið stofnaður.
Enn frekar ætla þau að leitast við að svara spurningum sem brenna á notendum huga.is/hp um Harry Potter tengd málefni. Hægt er að senda spurningar til þeirra í gegn um kubbinn “Langar að vita…” en svörin verða svo birt á nýjum kubb sem nefnist “Pældu' í Potter” og ætti að líta dagsins ljós fljótlega.
lioness ætlar líka að veita þessum fríða hóp liðsinni við að svara spurningum og senda inn pælingar á “The Quibbler”.
Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa og væntum mikils af þessu fríða föruneyti.
Tzipporah