Nú er loksins búið að laga tenglaumsjónarkerfið svo nú var loksins hægt að taka til í þessari ruslakistu okkar. Búið er að henda út öllum gölluðum og vitlausum tenglum svo nú ættu allir tenglar að vera vel virkir.

Ég vil þó benda fólki á að senda inn tengla undir rétta flokka. Fjórir flokkar eru í boði:

1. Áhugalist = undir þennan flokk fara eingöngu tenglar sem vísa á síður með hinum ýmsu teikningum og listaverkum tengdum Harry Potter og heimi hans.

2. Áhugaspunar = undir þennan flokk fara eingöngu tenglar sem vísa á síður þar sem hægt er að lesa hina ýmsu áhugaspuna, erlenda og íslenska.

3. Bækurnar = undir þennan flokk fara tenglar sem vísa á allt sem viðkemur Harry Potter bókunum, höfundi, persónum og fleiru.

4. Myndirnar = undir þennan flokk fara tenglar sem vísa á síður sem tengjast eingöngu bíómyndunum, leikurum, leikstjórum og fleira í þeim dúr. Ekkert sem ekki tengist myndunum á heima í þessum flokki.

Þegar þið sendið inn nýja tengla vandið ykkur þá við að setja þá í rétta flokka. Ég hef nokkrum sinnum undanfarið hafnað tenglum einfaldlega vegna þess að þeir voru sendir inn á vitlausan flokk. Passið upp á hvað þið eruð að gera.

Kveðja
Tzipporah