Eins og stendur á tilkynningunni eru nokkrir dagar í að 7. Harry Potter myndin komi út og er ég að halda triviu keppni út af því.
Verðlaun fyrir efstu sætin:
1: 100 stig
2: 80 stig
3: 60 stig
4: 40 stig
5: 20 stig
Reglur:
Hver notandi má einungis einu sinni senda svar.
Ég mun læsa þessari grein svo að ekki sé hægt að svara mér hér fyrir neðan (svo að enginn sér svörin þín). Sendið mér hér. Ef þú ert ekki með notandanafn á huga, geturðu annaðhvort eytt 5 mínútum að gera notendanafn, eða senda mér þín svör á motleyhaux@hotmail.com.
Reynið að nota netið sem minnst. Sumar spurningarnar eru ekki hlutir sem hverdagsmaður veit (til að minnka líkur á því að margir séu með 100 % rétt), þannig að ég banna ekki að skoða á netinu (enda treysti ég ekki öllum).
Hægt er að senda til 16. nóvember, en ef það verður forsýning mun tíminn minnka. Ég mun koma með tilkynningu þegar ég veit meira um það.
Spurningarnar
1: Hver leika tríóið í myndunum?
2: Hvaða tveir leikstjórar myndanna eru breskir?
3: Einn karakter úr seríunni sem er meðlimur Fönixreglunnar (Order of the Phoenix) er að koma fram í fyrsta sinn í Deathly Hallows, jafnvel þótt hann kom fram í seríunni áður. Hver?
Ath. að ljósmynd telst með yfir að hafa komið fram í kvikmyndinni, þó það sé óvíst hvort karakterinn kom fram á einni ákveðinni ljósmynd.
4: Hvaða leikari hafði áður leikið aðalhlutverkið, leikstýrt og skrifað handrit í kvikmyndaútgáfu af Shakespeare-leikriti?
5: Hver leikur Sirius Black í kvikmyndunum?
6: Í sjöttu myndinni kemur u.þ.b. 5 mínútna atriði í miðri myndinni sem kom aldrei fram í bókinni. Hvað gerðist í því?
7: Hvað er einkennilegt við útlit Lavender Brown í Half-blood Prince samanborið við fyrri myndirnar?
8: Hver af myndum var vinsælust í aðsókn?
9: Hvaða leikari mun yfir heild leika þrjá karaktera í seríunni?
10: Hvaða heimsfræga tónskáld samdi tónlistina í fyrstu þremur myndunum?
11: Steve Kloves hefur samið handritin fyrir allar myndirnar, nema eina. Hverja?
12: Hvaða ákveðin vera er að koma í fyrsta sinn í Deathly Hallows síðan Chamber of Secrets kom út, jafnvel þótt hann/hún kom fram í 4., 5. og 6. bókinni?
13: Nokkrum vikum áður en önnur myndin kom út dó einn leikari úr henni og þurfti að skipta um leikara fyrir þriðju myndina, og hefur hann leikið í öllum myndunum síðan þá. Hvaða persónu voru þeir að leika?
14: Með þeim karakater í spurningunni fyrir ofan, þá var líka einn sem fékk stórar breytingar milli annara myndarinnar og þriðju/fjórðu myndinni. Hann hefur alltaf verið leikin af sama leikara. Hver er persónan?
15: Hver leikur Prof. Trelawney?
16: Eins og er leikstýrði einn leikstjóri Harry Potter-myndanna kvikmynd sem er á topp 250 listanum á Internet Movie Database (imdb.com). Hvaða leikstjóri og hvaða mynd er á listanum?
17: Hvaða karakter var samin sérstaklega fyrir myndirnar? Hann kom allavega fram í Goblet of Fire og Order of the Phoenix.
18: Hefur einhver af myndunum unnið Óskar?
19: Ákveðinn leikari sem var í kvikmynd byggð á Lord of the Rings bókunum lék aukahlutverk í seríunni. Hvað heitir leikarinn og hverja lék hann í myndunum?
20: Fimm leikarar hafa leikið Voldemort. Hverjir?
Ath. að sá Voldemort sem sást aðeins í flashbackinu í fyrstu myndinni er ekki tekinn með.
Aukaspurning fyrir þá sem hafa lesið 7. bókina, eða vita þetta:
Einn ákveðinn karakter sem deyr í 7. bókinni kemur ekki fram í myndinni en það er sett annan karakter í staðinn fyrir hann. Hvað heita þeir?
Könnunarspurning: Hvernig raðar þú myndunum eftir því hversu góðar þér finnst þær vera?
Ef einhver hefur áhuga þá er mín röð svona:
Philosopher's Stone/Chamber of Secrets
Half-blood Prince
Order of the Phoenix
Goblet of Fire
Prisoner of Azkaban
Gangi ykkur vel!
-sabbath