Vegna þessa að það tóku fáir þátt í þessari triviu og persónulegra ástæðna sem tók tíma frá mér, ákvað ég að lengja síðustu triviu. En örvæntið ekki því ný trivia er komin.
3. mun líklegast standa í viku ef hún er virk.

Svörin úr síðustu triviu:
1: Hver er uppáhaldslitur Gilderoy Lockhart?
Það er auðvitað lillablár.
2: Hver breytti konunni sinni í jakuxa?
Það kom mér á óvart að nokkrir náði svarinu við þessu. Það var erfitt fyrir mig meira að segja að koma með spurninguna. En hann heitir Warlock D.J. Prod frá Didsbury og var á bæklingnum hans Filch um flýtigaldanámskeið.
3: Fyrir hvað vildi Harry gefa allt gullið sitt í Gringott fyrir?
Ég er nokkuð viss að hann hefur bara hugsað einu sinni um að gefa allt gullið sitt fyrir eitthvað. En ástæðan var vegna þess að hann vildi hverfa af staðnum þegar valentíusardvergurinn hafði nýlokið við að syngja ljóð sem var eftir Ginny.
Valentíusardvergur
His eyes are green as a fresh pickled toad
His hair is as dark as a blackboard
I wish he was mine, he's really divine
The hero who conquered the Dark Lord
Ég var frekar fúll að þetta var tekið úr myndinni, en samt sem áður þá hefði það ekki passað því Harry hefur ekki græn augu í myndunum.
4: Af hverju missti Fred bækur ofan á hausinn á George?
Það var þegar Ginny sagði þeim(og einhverjum í viðbót) að Percy átti kærustu, sem heitir Penelope Clearwater.
5: Hvað er vitað hvað Gilderoy Lockhart hefur skrifað margar bækur?
Þær eru 9 og heita: Break with a Banshee, Gadding with Ghouls, Gilderoy Lockhart's Guide to Household Pets, Holidays with Hags, Magical Me, Travel with Trolls, Voyages with Vampires, Wandering with Werewolfs og Year with the Yeti.
6: Á hverja hefur basilíuslangan ráðist á?
ATH. Þetta eru aðeins þau sem vitað er um. Colin Creevy, Hermione Granger, Justin Finch-Fletchley, Moaning Myrtle(Vala Væluskjóða), Mrs. Norris, Penelope Clearwater og Sir Nicholas de Mimsy-Porpington(a.k.a. Near Headless Nick)
7: Í hvaða tímum situr Ginny við hliðina á Colin Creevy?
Töfrabrögð(Charms)
8: Hver er töfraþulan til að láta slöngu birtast?
Serpensortia. Draco fór með þessa þulu þegar hann og Harry voru að berjast í Hólmgöngufélaginu(The Duelling Club)
9: Hvaða jólagjöf fékk Harry frá Dursley-fjöskyldunni?
Það voru nokkrir sem sögðu bara tannstöngul en það þurfti líka að vera miði sem stóð á hvort Harry gæti verið í Hogwarts um sumarið líka.
10: Hvað heitir varúlfurinn sem Lockhart sagðist hafa barist við?
The Wagga Wagga Werewolf. Harry átti að leika varúlfinn þegar Lockhart sýndi hvernig hann sigraði hann og bekkurinn átti að gera ljóð um bardagann og sá sem gerði það besta mundi fá Magical Me áritað í verðlaun.

Stigataflan úr annarri triviunni:
DrHaha 8 stig
OfurGuffi 8 stig
Morgothal 6 stig
asteroids 5 stig
Xeper 5 stig
Eyjan 4 stig
Gilftendo 2 stig
nammigris8 2 stig

Stigataflan yfir allt:
DrHaha 18 stig
OfurGuffi 18 stig
asteroids 14 stig
Morgothal 14 stig
Xeper 13 stig
Andrivig 10 stig
nammigris8 10 stig
Gilftendo 9 stig
Snitch 9 stig
Arazta 8 stig
nonni06 7 stig
ruslafata 7 stig
Katta 6 stig
Eyjan 4 stig
apoppins 3 stig
THT3000 3 stig



Næsta trivia er úr þriðju bókinni(bið alla um að keppa, hvort sem þeir tóku ekki þátt í síðustu)

1: Hvar og hvenær heyrði Harry í 3. bókinni röddina í pabba sínum í fyrsta sinn(nákvæmt svar)?

2: Samkvæmt Siriusi, hvað hafði Peter Pettigrew verið lengi að gefa upplýsingar til Voldemort áður en Lily og James dóu?

3: Hvaða prófi var Hermione í á sama tíma og töfrabrögð(Charms)?

4: Hversu stór er nýji töfrasprotinn hans Rons í tommum?

5: Hvert fóru Harry, Ron og Hermione í sumarfrí í byrjun bókarinnar?

6: Hvað getur NF, HB merkt annað en Nemendaformaður eða Head Boy(getið sagt báðar þýðingarnar)?

7: Hvaða dag var úrskurðað að Grábakur(Buckbeak) mundi verða lífslátinn?

8: Gryffindor vann bæði heimavistarbikarinn og Quidditchbikarinn. Rétt eða rangt? Hvað er rangt við setninguna ef hún er röng?

9: Hvað var margt fólk að borða í stóra salnum á jóladag?

10: Hvað var sérstakt við Voldemort í þessari bók?

PS: Látið mig vita ef þig breytið um notendanafnið ykkar.