Það er liðið ár síðan síðasta persóna mánaðarins var sett þannig að ég ákvað að setja þetta hérna.
Persóna mánaðarins að þessu sinni er Ginny Weasley
Ginevra Molly “Ginny” Weasley sem fæddist 11 ágúst 1981, er yngsta barn Molly og Arthur Weasley og þar að auki fyrsta stelpan sem hefur fæðst í ættinni í margar kynslóðir. Hún er lýst lítil með mikið, sítt rautt hár og brún augu.
Hún kom fyrst fram þegar Harry var á leiðinni með lestinni á fyrsta árinu hans en var of ung til að fara með.
Hún varð mikilvægari persóna í annarri bókinni þegar hún byrjar í Hogwarts og er augljóslega skotin í Harry. Það er síðan komist af því að það var hún sem opnaði leyniklefan og sigaði basilíuslöngunni á 4 muggafædda nema(Colin Creevy, Justin Finch-Fletchley, Hermione Granger og Penelope Clearwater), Frú Norris og Sir Nicholas de Mimsy-Porpington þegar dagbók Tom Riddle tók yfir hana sem reyndist síðan vera helkross. Harry bjargaði henni síðan þegar Riddle fer með hana í leyniklefann.
Ginny var lítið sýnd í 3. og 4. bókinni. En í 5. bókinni fór hún að vera miklu meira sýnilegri. Hún virðist vera hætt að vera hrifin af Harry(en gaf hann samt aldrei upp á bátinn eins og hún sagði sjálf), er virk í DA(VD), er nýji leitari Gryffindorliðsins þegar Harry fær bann og er ein af 6 í DA sem fara á leyndarmálstofnunina til að bjarga Sirius.
Á sjötta árinu byrja hún og Harry saman en eftir að Dumbledore deyr hættir Harry með henni til að verja hana frá Voldemort.
Hún var aðalega sýnd “off-screen” í 7. bókinni nema þegar Harry var í The Burrow og í lokabardaganum. Þegar Harry uppgvötaði að hann þurfti að deyja var ein af síðustu hugsunum hans Ginny að kyssa hann. Eftir lokabardagan sá Harry Ginny og hugsar að hann getur talað við hana síðar. “there would be time to talk later, hours and days and maybe years”.[DH Kafli.36].
Þau virðast hafa talað saman því 19 árum seinna eru þau gift og eiga 3 börn saman: James Sirius, Albus Severus og Lily Luna. Í millitíðinni lék hún með The Holyhead Harpies en verður síðan Quidditch fréttaritari hjá The Daily prophet.
Ég vona að þetta hafi verið áhugavert og vel skrifað því ég veit aldrei hvort ég nái að segja ákveða hluti rétt.