Það hefur margt gerst í Harry Potter heiminum síðastliðna daga.
Þetta er það helsta.
Frumsýningar Fönixreglunnar
Nú hefur fimmta myndin í Harry Potter seríunni verið sýnd í nokkrum löndum.
Þar á meðal eru Frakkland og Sviss. Sýningar hafa víst bara gengið vel.
Ég vonast eftir að sjá ykkur á frumsýningu myndarinnar í Keflavík :)
Síðasta orðið í Deathly Hallows ekki lengur ‘örið’
Aðspurð um hvort ‘örið’ væri enn síðasta orðið í Deathly Hallows sagði JKR:
“Örið? Það var fyrir löngu síðan en ekki núna. ‘Örið’ er nálægt endanum en það er ekki alveg síðasta orðið.”
Hér geturðu fundið viðtalið í heild sinni
Þar fór kenningin mín.
Heimildamynd um líf J. K. Rowling
Samkvæmt The Sun verður heimildamynd um J.K. Rowling sýnd í vetur. Fyrirtækinu RDF Media var gefið leyfi til að taka upp líf hennar síðasta ár. Á þeim tíma sem hún var að skrifa Deathly Hallows. Mynndin á að vera sýnd rétt fyrir jól á stöðinni ITV1.
Ég vona svo sannarlega að hún verði sýnd hér á Íslandi. Þetta gæti orðið spennandi.
Opinber heimasíða Emmu Watson
Emma Watson hefur komið heimasíðu á laggirnar. Þar er meðal annars að finna fréttir, æviágrip, myndagallerí og fleira.
Linkur á síðuna
Þetta finnst sumum spennandi en öðrum ekki jafn mikið.
Steven King talar um enda Potter
Steven King hefur skrifað dálk fyrir EW þar sem hann talr um enda Harry Potter seríunnar.
Ráð hans til fjölskyldna með Harry Potter lesendur innanborðs er að byrgja sig upp af Kleenex klútum.
Linkur á dálkinn
Mér finnst sjalfum alltaf gaman að lesa dálka eftir Stephen King.
Og hvað þá ef hann er að skrifa um Harry Potter.
Tríóið í Richard & Judy
Fyrr í dag var sýnt viðtal við Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson í þættinum Richard & Judy.
Viðtalið:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HsuislIk7Fc&eurl=http%3A%2F%2Fmugglenet%2Ecom%2Fapp%2Fnews%2Ffull%5Fstory%2F1058
Tvö ný ‘Fönix’ myndbönd
Það eru komnar tvær nýjar klippur úr OOtP á netið.
Þú getur fundið þær hér
Hvað er ‘Deathly Hallows’?
Sjöunda og síðasta spurning Scholastic er komin upp.
Möguleikarnir eru þessir:
1) Við komumst að því strax
2) Við komumst að því fyrir miðju
3) Við komumst að því í endanum.
Hvað haldið þið?
Takk fyrir mig.
Kær kveðja,
Morgothal