Almennar staðreyndir sem ekki koma fram í bókunum
(Nýjustu efst)

• Umsjónarmenn geta tekið stig; Ron hafði rangt fyrir sér í Fönixreglunni. Hann er nú ekki svakalega góður umsjónarmaður, eh?

• Fred and George Weasley fæddust 1. apríl(April Fools day)(ekki grín).

• Fyrsta nafn Ginny Weasley er Ginevra og hún er fyrsti kvenkyns Weasley-inn í “margar kynslóðir” segir JKR.

• Arthur Weasley á tvo bræður.

• Ættarnafn Molly Weasley er Prewett

• Skakklappi er hálfur Kneazle(það er því miður ekki til íslensk þýðing á þessu.)

• Alræmda Weasley frænkan sem var klippt úr bókunum hét Mafalda. Hún var í Slytherin.

• Faðir Dean Thomas var myrtur af Drápurunum þegar hann neitaði að ganga til liðs við þá. Hvorki Dean né móðir hans vita það.

• Dean Thomas var nefndur Gary í fyrstu uppköstunum af Viskusteininum..

• Hagrid, Lily, og James voru í Gryffindor. (Hagrid var EKKI í Hufflepuff.)

• Það eru um það bil þúsund nemendur í Hogwarts. (Satt, talan virðist ekki passa, en J.K.R. sagði það og hún er stjórinn.)

• James Potter var sóknarmaður í Quidditch liði Gryffindor (þó að myndin segir að hann hafi verið leitari).

• Hermione á afmæli 19 september; Ron 1. mars

• James Potter erfði mikinn pening og þurfti ekki vel borgandi starf.

• James Potter erfði huliðsskikkjuna frá föður sínum.

• Nornir og galdramenn lifa lengur en muggar.

• Svartálfarnir í Gringotts skila muggapeningunum sem þeim eignast aftur í umferð.

• Virði eins galleons er um það bil fimm pund (625 krónur), það fer eftir genginu.

• Dumbledore er 150 ára, McGonagall er 70 ára (og er í rauninni blíð; hún lætur bara ekki þannig), Snape er 35 eða 36.

• Mottó Hogwarts, "Draco Dormiens Nunquam Titillandus,“ þýðir, ”Aldrei kitla sofandi dreka.“ Ég myndi allavega ekki gera það.

• Ef þú setur Erised spegilinn fyrir framan annan spegil myndi áletrunin á honum (”Erised stra ehru oyt ube cafru oyt on wohsi“) lesa, ”I show not your face but your heart's desire." (Ég sýni ekki andlit þitt heldur þínar dýpstu þrár)

• Hamingjusamasta fólkið verður ekki að draugum (Þar af leiðandi, getum viðgert ráð fyrir að draugar séu fólk sem dóu leið, reið og svo framvegis. Völu var strítt; hausinn var ekki tekinn alveg af Næstum hauslausa Nick, Blóðugi baróninn var…einmana?)

• Kennararnir eru ekki í Hogwarts í jólafríinu. Samt sem áður eru Filch, Hagrid og Dumbledore eftir.

• Nokkrir kennaranna í Hogwarts hafa maka, en þær upplýsingar eru leyndarmál vegna ástæðna sem við fræðumst meira um seinna.

• Til að fjarlægja halann sem Hagrid setti á Dudley í kofanum á klettinum, fóru Dursley hjónin með hann á einkasjúkrahús þar sem starfsliðið var mjög þagmælt og sögðu að varta hefði farið úr böndunum.

• Aragog er Acromantula (sjá Fantastic Beasts and Where to Find Them).

• Það er ekki hægt að temja dreka, alveg sama hvað Hagrid heldur.

• Það er meira spunnið í kettina í sögunni (Skakklappi, kettir frú Figg, Frú. Norris, og svo framvegis.) en virðist vera.

• Dýrið sem kvikskiptingur breytist í endurspeglar persónuleika hans/hennar.

• Að eiga hættuleg dýr snýst allt um, fyrir Hagrid, að sigrast á einhverju sem gæti drepið hann.

• Azkaban er í hafi norðar er Norðursjórinn. Mjög kalt haf.

• Þú getur framið ómeðvitaða og óstjórnanlega galdra án töfrasprota (eins og þegar Harry blés upp Marge frænku),en til að framkvæma mjög góða galdra verðurðu að hafa sprota.

• Mugganám er ekki nauðsynlegt fyrir galdrabörn áður en þau fara til Hogwarts.(9)

• Galdrafjaðurpenni verður var við fæðingu hvers galdrabarns og skráir það í bók og Prófessor McGonagall sendir hverju barni uglu þegar hann/hún verður ellefu ára.

Nýjar persónur

Persónur sem við kynntumst í HBP
Persóna Lýsing

Abbott, Mrs Móðir Hönnu Abbots, fannst myrt þegar Hanna var í Hogwarts

Alecto Drápari; systir Amycus

Amycus Drápari; bróðir Alecto

Aubrey, Bertram James Potter og Sirius Black lögðu á
hann álög í Hogwarts

Belby, Marcus Meðlimur í Slugklúbbnum

Belby, Damocles Bjó fyrstur manna til Úlfasmáraseyðið, frændi Marcus Belbys

Belcher, Humphrey Trúði því að þá væri rétti tíminn til að gera ostasuðupott

Benson, Amy Á munaðarleysingjahælinu með Tom Riddle

Bishop, Dennis Á munaðarleysingjahælinu með Tom Riddle

Bobbin, Melinda Fjölskyldan á stóra apótekskeðju

Borage, Libatius Höfundur almennu álagabókarinnar

Brookstanton, Rupert ‘Axebanger’ Galdramaður sem Hermoine fann með upphafsstafina R.A.B.

Bungs, Rosalind Antigone Galdramaður sem Hermoine fann með upphafsstafina R.A.B.

Burke, Caractacus Einn af stofnendum Borgin og Burkes

Cadwallader, ? Quidditch leikmaður (Hufflepuff)

Carrows, ? Dráparar - Kannski Alecto and Amycus?

Cecilia Vinkona Tom Riddle eldri

Cole, Mrs. Stjórnaði munaðarleysingjahælinu þar sem Tom Ridle ólst upp

Coote, Ritchie Quidditch leikmaður(Gryffindor)

Cresswell, Dirk Formaður svartálfasambandsins; fyrrverandi nemi Horace Slughorns

Cuffe, Barnabas Ritstjóri Spámannstíðinda; fyrrverandi
nemi Horace Slughorns

Dagworth-Granger, Hector Stofnaði Hið stórmerkilega félag töfradrykkjameistara

Fergus Frændi Seamus Finnigan sem tilflyst til að pirra hann

Flume, Ambrosius Eigandi Sælgætisbarónsins; fyrrverandi nemi Horace Slughorns

Gaunt, Marvolo Afi Tom Riddles

Gaunt, Merope Móðir Tom Riddles

Gaunt, Morfin Frændi Tom Riddles

Gibbon, ? Drápari

Golpalott Þriðja lögmál Golpalotts – í tengslum við mótefni fyrir blönduðum eitrum

Greyback, Fenrir Varúlfur (og EKKI mjög góður)

Harkiss, Ciceron Gaf Ambrosius Flume fyrsta starfið hans að tillögu Slughorns

Harper, ? Quidditch leikmaður(Slytherin)

Higgs, Bertie Veiddi naggaskott með Cormac McLaggen og frænda hans Tiberiusi og Rufus Scrimgeour

Hokey Húsálfur Hepzibuh Smith

Jones, Gwenog Fyrirliði heilögu refsinornanna; fyrrverandi nemi Horace Slughorns

Leanne Vinkona Katie Bell'

Malfoy, Abraxas Afi Draco Malfoys

Martha Sinnti veikum börnum á munaðarleysingjahælinu

McLaggen, Cormac Meðlimur Slugklúbbsins, tímabundið gæslumaður Gryffindor liðsins

Merrythought, Galatea Fyrrverandi VGMÖ kennari

Montgomery Sisters Fimm ára bróðir þeirra dó á Sankti Mungós eftir að hafa verið bitinn af Fenri Grábak

Muriel, Great Auntie Weasley skyldmenni

Ogden, Bob Fyrrverandi starfsmaður hjá stofnunni um framfylgd galdralaga.

Peakes, Jimmy Quidditch leikmaður (Gryffindor)

Pepper, Octavius Spamannstíðindi tilkynntu að hann hafi horfið

Forsætisráðherra Forsætisráðherra mugganna

Prince, Eileen Móðir Severus Snape´s

R.A.B. Við höfum ekki guðmund um hver hann er.

Robards, Gawain Tók við Rufus Scrimgeour sem formaður Skyggnastofunnar

Robins, Demelza Quidditch leikmaður(Gryffindor)

Sanguini Vampíra

Slughorn, Horace Nýr kennari í Hogwarts

Smith, Hepzibah Mjög gömul og mjög rík norn, dáin.

Snape, Tobias Faðir Severus Snapes

Stubbs, Billy Á munaðarleysingjahælinu með Tom Riddle

Tiberious Frændi Cormac McLaggens – fyrrverandi meðlimur
Slugklúbbsins

Twycross, Wilkie Tilflutningsleiðbeinandi Ráðuneytisins

Urquhart, ? Quidditch leikmaður(Slytherin)

Vaisey, ? Quidditch leikmaður(Slytherin)

Vane, Romilda Gryffindori á fjórða ári, hefur persónulegan áhuga
á Harry

Verity Aðstoðarkona Freds og Georges Weasley

Whalley, Eric Strákur með hlaupabóluna á munaðarleysingjahælinu með Tom Riddle

Worple, Eldred Höfundur bókarinnar Blóðbræður: Líf mitt með vampírum.

Yaxley, ? Drápari


Þetta er enn og aftur þýtt af MuggleNet
Ég vona að ykur hafi fundist þetta ánægjulegt.
Takk fyrir mig… í bili.