Sæir hugarar og afsakið hvað það er langt síðan síðustu fréttir komu, ég er í prófa tíð núna og ætti eiginlega ekki að vera í tölvunni :)
Frumsýning OOTF færð til 11. júlí.
Warner Brothers hafa staðfest að frumsýning OOTP verð flýtt til 11. júlí en þeir hafa ekki gefið neina skýringu á þessu.
DH í prentun í Þýskalandi
The Mirror greindi frá því í dag að Harry Potter and the Deathly Hallows væri komin í prentun í smábænum Poessneck í austur þýskalandi. Mikið öryggi er í prentsmiðjunni og fólk hefur grínast með að öryggisráðstafanirnar mynni svolítið á kaldastríðið. Leitað er á starfsfólkinu áður en það kemur inní og yfirgefur prentsmiðjuna. Einnig er starfsfólkið látið vinna í myrkri til að koma í veg fyrir að það lesi bókina.
Ég er mjög sáttur með að það séu góðar öryggisráðstafanir en mér þykir þetta sem eiginlega aðeins of mikið.
OOTP verður 138 mínútna löng
The British Board of Film Classification hafa tilkynnt að fimmta Harry Potter myndin verði 138 mínútna löng og að hún verði bönnuð innan 12 ára í Bretlandi.
Riddaravagninn keyrir um Bandaríkin sumar
Riddaravagn Scholastic sem keyrir á milli 37 bókasafna á austurströnd BNA lagði af stað í dag til að kynna Deathly Hallows. Myndir hér: http://mugglenet.com/gallery/thumbnails.php?album=2113
Vagninn stoppar við öll bókasöfnin og leyfir aðdáendum að fara inn í vagninn og fara inn í vídjóupptökubás þar sem þau geta látið taka upp hvað þeim finnst um Harry Potter.
Harry Potter theme garður í Flórída
Universal studions og Warnar Brothers kynntu á skrifstofu Dumbledores í Leavesden stúdióinu að það sé verið að undirbúa til að byggja Harry Potter skemmtigarð í Universal garðinium í Orlando.
JK. segir að plönin sem hún hafi skoðað fyrir garðinn séu ótrúlega spennandi og að aðdáendurnir eigi ekki eftir að verða vonsviknir.
Opinber síða garðsins hefur verið opnuð og hér gerið þið skoðað nokrar myndir af svæðinu:
Svæðið í heild
Hogwarts
Hogsmeade
Áhugamálið:
BudIcer er kominn aftur eftir smá fjarveru
-RemusLupin