Peter Pettigrew fæddist 1958 eða 1959, ekki nákvæm dagsetning er til og lifir hann allavega fram til ársins 1996, þó þarf að íhuga vandlega framhaldið. Hann gekk í Hogwartsskóla á árunum 1970-1977 og var alltaf með James Potter, Sirius Black og Remusi Lupin. Þeir hjálpuðu honum að verða kvikskiptingur, en hann fékk einmitt form rottu sem átti einmitt eftir að verða mjög afdrifarík ákvörðun. Peter er aldrei lýst sem gáfuðum eða hugrökkum einstaklingin, og þó komst hann í Gryffindor sem er einmitt staður fyrir hugrakka sem þýðir að það sé kannski meira í hann spunnið en félagar hans héldu.

Peter Pettigrew er lýst sem frekar lágvöxnum manni, ekki hærri en Harry eða Hermione sem gerir hann um og yfir 160 cm á hæð. Hann er með lítil vantsblá augu og þunnt, litlaust hár og skallabletti. Hann er með músarnef og hann vantar einn fingur á hægri hönd.

Peter er lýst sem frekar ósjálfstæðum karekter, auðvelt að ráðskast með sem var kannski það eina sem James og Sirius sáu í honum. Hann dýrkaði vini sína og Fröken Rosmerta man einmitt eftir honum sem “littla, þybbna drengnum sem var alltaf að apa eftir þeim í Hogwarts”. En þeir tóku hann að sér og þeir hjálpuðu honum að verða kvikskiptingur, rotta, og gáfu honum viðurnefnið Ormshali (e. Wormstail). Hann reiddi sig mjög mikið á þá sterkustu í kringum sig. Remus, Sirius og James voru allir einskonar leiðtogar í árgangnum þeirra, og hékk Peter mikð í þeim. Peter varð aldrei frábær galdramaður, en var þó miklu betri en hann nokkurn óraði fyrir.

Þegar Peter Pettigrew og félagar útskrifuðust úr Hogwarts hafði Voldemort öðlast gífurlegan styrk. Hann var orðinn áhrifamikill og margir höfðu gengið í Drápara regluna hans. Peter, sem hafði alltaf dregist af þeim sterkustu í kringum sig dróst að þessum gífurlega krafti og gerðist auðmjúkur þjónn Voldemorts. 1981 gerðist það að Voldemort fékk að vita um spádóm nokkurn sem kvað á að drengur, fæddur í lok júlí yrði hans mesta ógn. Túlkaði hann það sem að drengur Lily og James Potter, Harry Potter sem einungis var eins árs, væri honum hættulegur. Lily og James fóru fljótt í felur og töfruðu hús sitt með galdri sem þarfnaðist leyndarmálavarðar. Völdu Potterhjónin Sirius Black en Siriusi fannst það bara góð blekking að hafa Pettigrew sem leyndarmálavörð, því að allir byggjust við því að hann væri það. Peter var þá þegar genginn til liðs við Voldemort og fór hann um leið til hans og kjaftaði frá leyndarmálinu. Á Hrekkjavökunni sama ár fór Voldemort til Potterhjónanna og myrti þau en missti svo kraftinn þegar hann reyndi að drepa Harry Potter.

Sirius Black gerði sér strax grein fyrir því hvernig í pottinn var búið og leitaði hann Peter strax upp. Króaði hann Peter af í muggahúsasundi, þar öskraði Peter að Siriushefði látið voldemort fá upplýsingarnar, skar af sér litla fingurinn á hægri hönd, sprengdi upp götuna og breytti sér í rottu. Sirius Black var handsamaður skömmu seinna og honum stungið í Azkaban þar sem hann dvaldist næstu tólf árin. Fyrir vikið fékk Peter Pettigrew hæstu orðu Merlins fyrir hetjudáðina, sem hann hafði víst framkvæmt.

“Sirius, Sirius, what could I have done? The Dark Lord… you have no idea … he has weapons you can't imagine … I was scared, Sirius, I was never brave like you and Remus and James. I never meant it to happen … He-Who-Must-Not-Be-Named forced me … He – he was taking over everywhere! Wh – what was there to be gained by refusing him? You don't understand! He would have killed me, Sirius!” (PA19)

Einhvernveginn komst Peter Pettigrew í hendur Percy Weaseley?s sem rotta og bjó hjá Weaseley fjölskyldunn í þrettán ár. Var þetta ákjósanleg staða fyrir hann þar sem þarna gat hann fengið allar þær upplýsingar sem hann þurfti til að finnast vera öruggur. Fékk hann nafnið ?Scabbers? og var hann í eigi Percy Weaseleys þangað til árið 1991, þá fékk Ronald Weasley hann í hendurnar og var hjá honum til ársins 1994. Ronald þótti mjög vænt um Scabbers, þó að hann væri hvorki líflegur né nothæfur. Það eina sem hann gerði var að sofa, þó að hann hafi átt sín hugrökku andartök, þ.e. að bíta Goyle. Scabber var aldrei mjög hrifinn af kettinum sem Hermione eignaðist, Crookshanks, en hann er kneazel og fann að Peter var ekki rotta og sá í gegnum dulargervi hans og reyndi að ráðast á hann hvenær sem færi gafst.

Peter til mikillar óhamingju uppgötvaði Sirius Black að hann væri í vörslu Ronalds Weaseley’s. Black hafði fengið dagblað frá Cornelius Fudge, þáverandi galdramálaráðherra og þar hafði einmitt veið mynd af Peter, í formi rottu hja´Weasely fjölskyldunni. Sirius slapp út úr Azkaban og gerði Peter sér strax grein fyrir því að hann væri í hættu. Fór hann að missa hár og var enn verr á sig kominn en fyrir. Sirius náði loks að tæla Peter í draugahúsið(?), en Ron, Harry, Hermione og Lupin fylgdu fast á eftir, einnig Snape sem var reyndar rotaður mjög snemma. Komst þá upp um svik Peters, Lupin og Black ætluðu að drepa hann í sameiningu en Harry kom í veg fyrir það. Sagði að það væri ekki sú refsing sem faðir hans heðfi viljað sjá. Því miður slapp Peter Pettigrew í formi rottu í ringulreiði sem skapaðist þegar hann sprendi upp gasleiðslu.Á Peter Pettigrew Harry líf sitt að launa fyrir að hafa stoppað Sirius og Lupin í því að myrða hann.

“What was there to be gained by fighting the most evil wizard that ever existed?” said Black with a terrible fury in his face.
“Only innocent lives, Peter!”
“You don't understand!” whined Pettigrew, he would have killed me Sirius!“
”THEN YOU SHOULD HAVE DIED!“ roared Black. ”DIED RATHER THAN BETRAY YOUR FRIENDS, AS WE WOULD HAVE DONE FOR YOU!"

Peter fór þangað þar sem síðast var vitað um ferðir Voldemorts, í Albaníu. Hann talaði við rotturnar á leiðinni þangað og komst að því að það var eitthvað illt í felum í skógum Albaníu. Á leiðinni hitti hann Berthu Jorkins og þekkti hún hann samstundis. Tældi hann hana inn í skóginn með sér og fell hún í hendur Voldemorts.

Peter varð að einni mestu hjálparhellu Voldemorts. Hann bjó til seiði sem meistari hans þarfnaðist til að fá form manneskju aftur og ferðaðist með hann til Bretlands, til Little Hangelton. Þegar Harry Potter náðist, þá drap Peter Cedric Diggory. Einnig skar hann sína hægri hönd af til að setja í seiðinn. Frá þessari hræðilegu mixtúru af hægri hönd hans, blóði Harrys o.fl. var Lord Voldemort endurholgaður. Gaf Voldemort Peter nýja hönd í þakkarskyni, úr einhversskonar silfruðum málm.

Næst þegar Peter skýst á sjónarsviðið er hann aðstoðarmaður Snapes í “Spinner’s End”. Hann er greinilega settur þangað af skipun Voldemorts og ekki er hægt að sjá annað en að farið sé illa með hann þar.

Þegar búið er að rekja sögu Peter Pettigrew kemur í ljós að hann er frekar margslunginn karekter. Vinir hans úr Hogwarts lýstu honum alltaf sem einhverjum aulabárði og aumingja. Hann er mjög ósjálfstæður, hvert sem hann fer reiðir hann sig á einhvern sterkari. En hann er ekki allur þar sem hann er séðu, hann er illur og hann er svikulur og það einungis að komast nær valdi. Hann býr yfir mun meiri krafti en flestir halda. Það að skera af sér útlimi í gríð og erg (fyrst fingur, svo hönd) þarfnast mikils vilja oog sannfæringakrafst. Hann virkilega trúði á það sem hann var að gera. Þetta er eflaust með mestu og bestu illmennum bókarinnar, svo margslunginn og ræfilslegur en samt svo illur.