Afsakið það að trivian kom ekki í síðustu viku. Hver frí mínúta var notuð í kosningabaráttu sem virðist hafa tryggt okkur íslendingum jafnaðarmanna stjórn og fagna ég því innilega.
Rétt svör fyrir síðustu viku voru nú ekki mörg, og það þrátt fyrir að ég hafi þurft að gefa rétt fyrir tvö mismunandi svör í tveimur spurningum.
Förum yfir þetta:
1. Bókmenntastefna á seinni hluta 18. aldar.
Þetta var að sjálfsögðu þýska bómenntastefnan “Sturm und Drang” og rétt svar því Durmstrang. Johann Wolfgang von Goethe er kannski frægasti rithöfundur þessarar stefnu þótt margir gætu einig þekkt Friedrich Schiller.
2. Guð tungumálana.
Guð tungumálana er Hermes og svarið sem ég leitaði að var Hermione, gleymdi því að uglan hans Percy heitir Hermes, að sjálfsögðu fékst rétt fyrir það líka.
3. Hárkúlur sem vernda gegn eitri.
Það er Bezoar sem er ekki steinn heldur hárkúlur en hafa að sögn einmitt þá eiginleika að draga úr virkni eiturefna.
4. Fjallastelpa.
Parvati er forn gyðja fjallana, oftast tengd Himalaíafjöllunum. Því var rétt svar Parvati (Patil).
5. Blóm hirðarinnar.
Þar er svarið Fleur Delacour. Fleur þýðir blóm, de þýðir af eða úr eða frá, la er greinir, cour er stytting á hirð.
6. Hvíti riddarinn.
Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore, Albus merkir hvítur og Percival var einn af riddurum Arthúrs.
7. Ekki tengdur grísku guðunum heldur löngum drykkju kvöldum.
Margir halda því fram að Hagrid hafi veriið grískur guð sem gætti gimsteina í hlíð Ólympusarfjalls. Það er rangt. Nafnið kemur úr fornri ennsku og notað yfir þann sem drekkur lengi og mikið. Rubeus er svo auðvitað rauður.
8. Liljur eiga sér margar undirtegundir, þetta er ein þeirra.
Þarna neiddist ég til þess að gefa rétt fyrir Narcissu Malfoy því Narcissa er jú páskaliljan svo nefnda. Hinsvegar var ég að leita eftir hinni lítt þekktu liljutegund, Hogwarts.
9. Guð drauma og svefns.
Morpheus er gríski guð drauma og svefns, þaðan dregur morfín nafn sitt og einnig persónan Morfin Gaunt sem var rétt svar hér.
10. Er hann ef til vill með 200 augu, hver veit?
Argus var risi sem var með 100 sett af augum, eða 200 augu, hann var varðmaður. Til gamans má geta að Filch kemur úr gamalli ensku og þýðir að stela. Rétt svar Argus Filch.
Stigin fyrir þessa viku skiptust svona:
tonks- 9
Prongsie- 7
H13- 6
DrHaha- 5
Cho- 4
DavidOrri- 1
THT3000- 1
eyrnaslapinn- 1
Weasley- 1
majawolfy- 1
snilli23- 1
ellipelli- 1
og stigataflan lítur þá svona út:
DrHaha- 68
tonks- 65
OfurGuffi- 62
H13- 62
Prongsie- 62
eyrnaslapinn- 58
Cho- 54
snilli23- 50
svanaerla- 49
Weasley- 49
majawolfy- 46
ellipelli- 40
DavidOrri- 39
bangso- 38
peegoony- 35
fridabjork- 32
lyras- 20
KatPotter- 18
Toggi- 18
nonni06- 16
Padfoot- 10
OfurMikki- 10
Artharas- 9
Evans- 9
MissBlack- 9
Gelgjan- 9
guguhead- 8
RemusLupin- 7
Murtahag- 6
THT3000- 6
einhverfaaa- 4
HeibbaHp-3
Þessa vikuna koma engar spurningar. heldur kemur hér texti um upphaf Harry Potter og um fyrstu bókina. Í textanum eru 10 (vonandi ekki fleiri) staðreyndarvillur. Ég er ekki að tala um stafsettningarvillur eða túlkunar villur heldur staðreyndarvillur. Finnið þær og sendið á mig. 1 stig fyrir hverja villu sem er leiðrétt.
Það má segja að ævintýrið hafi byrjað í Bristol á Englandi, þann 31. júlí 1965 þegar stúlka fæddist sem fékk nafnið Joanne Kathleen Rowling. Ung að árum flutti hún til Winterbourne þar sem hún og bróðir hennar léku við mörg börn, þar á meðal Potter systkynin. Hún fór ung að árum að skrifa og fyrsta sagan sem hún skrifaði fjallaði um kanínu. Það var síðan sumarið 1990 sem hugmyndin um að skirfa sögu um galdrastrák varð til í lestarferð frá Bristol til London. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 1997 sem Harry Potter og viskusteinninn kom út í Englandi. Í millitíðinni hafði hún meðal annars búið í Frakklandi og í Portúgal.
Bækurnar fjalla um ungan dreng, Harry Potter, og vini hans í galdraskólanum Hogwarts. Harry sem deilir afmælisdegi með höfundi sínum, en fæðist 15 árum síðar, er frægur fyrir það að hafa lifað af drápsbölvun frá öflugasta galdramanni myrku aflanna, Voldemort.
Ronald Weasley og Hermione Granger eru bestu vinir Harry, sagan fjallar að mestu um ævintýri þeirra en þó koma margar fleiri persónur við sögu, þar á meðal Virginia Weasley, systir Ronalds og sú stúlka sem Harry fellur fyrir.
Fyrsta bókin fjallar um tilraun Voldemort til þess að ná hinum goðsagnakennda viskusteini. Bókin þjónar að mestu þeim tilgangi að kynna til sögunnar persónur og staði. Meðal þeirra staða sem Harry fer á er Skástræti sem er ein aðal verslunargata galdramanna í London. Þar fer hann í Gringots sem er banki galdramanna, inn um íburðamikla brons hurð. Harry og Hagrid fara þat í hvelfingu 713 þar sem Harry sér fjölskyldu arf sinn og tekur nægan pening fyrir skólabókum og öðru því sem hann þarf.
Harry kemur við í flestum búðum Skástrætis og kaupir sér ýmislegt, meðal annars sprota, bækur, föt og snjóugluna sem hann nefnir Hedwig.
Fyrsta árið í skólanum reynist viðburðaríkt, Harry verður yngsti nemandinn til þess að leika í Quiddich liði Gryffindor, á hann er skorað í galdramanna einvígi af Draco sem mætir þó ekki sjálfur, vinirnir berjast við tröll, Harry finnur draumaspegilinn, þau hjálpa til við að ala upp og koma síðan undan dreka unga. Þetta er þó allt smáræði í samanburði við síðustu tvo kaflanna þar sem þau finna leið til þess að komast framhjá þríhöfða hundinum með því að spila á flautu. Lenda í risastórri plöntu sem Hermione tekst að leysa, komast í herbergi fullt af fljúgandi lyklum þar sem öll þrjú fljúga um og reyna að ná lyklinum sem passar í en það er að lokum Harry sem nær honum. Því næst spila þau risaskák þar sem Ron nær loks að tryggja sigurinn með því að fórna sér. Hermione og Harry komast því ein á næsta stig þar sem velja þarf réttan drykk til þess að geta haldið áfram. Hermione tekur eftir að búið er að drekka úr einni flöskunni og þannig vita þau að Quirrel hefur farið í gegn. Harry fer í gegn og þar hefst síðasti kaflinn. Í síðasta kaflanum kemst að því að Quirrel er sá sem vildi ná steininum og að það væri fyrir Voldemort sem hafði þá “búsetu” á hnakka hans. Harry nær steininum af Quirrel en það líður yfir hann og við vitum ekki fyrr en hann vaknar í sjúkraálmunni og Dumbledore útskýrir hvað gerst hafði.
Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.