1. Teljið upp þá sem reyndu að komast yfir aldurslínuna umhverfis eldbikarinn.
Fred og George Weasley, Fröken Fawcett og herra Summers. Þarna klikkuðu einn eða tveir á því að telja Lee Jordan með. Ég gaf að sjálfsögðu rétt hjá þeim sem minntust á hann en tóku fram að hann fór ekki yfir línuna.
——
2. Hversu margar heimsmeistarakeppnir í Quiddich hafa verið haldnar?
Fjögur hundruð tuttugu og tvær samkvæmt Ludo Bagman. Þetta var svarið sem rétt fékst fyrir. Svo komu margir réttilega með þá athugasemd að aðeins um 140 keppnir geta hafa verið haldnar ef þær eru á fjögurra ára fresti. JK hefur sagst vera léleg í stærðfræði og við skrifum þetta misræmi bara á það.
—–
3. Hvað fær Fleur mörg stig í annari þrautinni?
Hún fékk tuttugu og fimm stig.
—–
4. Hvað kallar Crouch eldri, Percy?
Weatherby, honum til mikillar gleði.
—–
5. Hvað leggja tvíburarnir undir á úrslitaleikinn í Quiddich?
Þeir veðjuðu þrjátíu og sjö galleonum, fimmtán sikkjum, þremur knútum og einum platsprota. Þarna mátti ekki sleppa platsrotanum. Margir skrifuðu plastsprota, ég gaf rétt fyrir það en man nú ekki hvort tekið væri fram að platsprotinn væri úr plasti.
—–
6. Hver leggur hluta álabúgarðs undir á sama leik?
Agatha Timms
—–
7. Hver var “gangavörður” Hogwarts þegar Arthur og Molly voru í Hogwarts?
Apollyon Pringle hét sá ágæti maður… spurning hvort kartöflu flögurnar séu nefndar eftir honum. Sumir fóru að blanda Ogg í málið en hann var forveri Hagrid ekki forveri Filch.
—–
8. Hvaða Durmstrang nemi sullar mat yfir sig?
Poliakoff heitir hann.
—–
9. Hvernig er skjaldamerki Beauxbatons?
Tveir gylltir galdrasprotar í kross og hvor sendir frá sér þrjár stjörnur á ljósbláum bakgrunni. Ég gaf líka rétt fyrir að segja kústa í stað sprota… þetta hefur verið eitthvað flipp hjá þýðanda…
—–
10. Hvað eru margar hæði í Durmstrang?
Hann hefur fjórar hæðir samkvæmt Viktor Krum.
Eins og ég sagði voru flestir með mörg stig að þessu sinni, stigin fyrir þessa viku líta svona út:
Prongsie- 10
tonks- 10
OfurGuffi- 10
eyrnaslapinn- 10
Cho- 10
fridabjork- 10
snilli23-10
svanaerla- 10
H13- 9
DrHaha- 9
Weasley- 8
bangso- 8
ellipelli- 7
majawolfy- 7
DavidOrri- 6
peegooney- 6
nonni06- 4
THT3000- 0
Þá er munurinn á efstu tveimur notendum búinn að minka í eitt stig, lítur taflan svona út:
DrHaha- 63
OfurGuffi- 62
eyrnaslapinn- 57
H13- 56
tonks- 56
Prongsie- 55
Cho- 50
snilli23- 49
svanaerla- 49
Weasley- 48
majawolfy- 45
ellipelli- 39
DavidOrri- 38
bangso- 38
peegoony- 35
fridabjork- 32
lyras- 20
KatPotter- 18
Toggi- 18
nonni06- 16
Padfoot- 10
OfurMikki- 10
Artharas- 9
Evans- 9
MissBlack- 9
Gelgjan- 9
guguhead- 8
RemusLupin- 7
Murtahag- 6
THT3000- 5
einhverfaaa- 4
HeibbaHp-3
Ég lofaði ykkur erfiðari spurningum og hér koma þær… Nú er ekki nóg að kunna bara textann í bókunum utan að. Nú þarf að vita hvað býr að baki. Vísbendingarnar eru tengdar uppruna orða í bókunum. Getur þetta verið nöfn á persónum, hlutum eða hverju öðru sem hefur dýpri merkingu. Ég passaði það að velja orð/nöfn sem eru eins í íslensku og ensku bókinni.
1. Bókmenntastefna á seinni hluta 18. aldar.
2. Guð tungumálana.
3. Hárkúlur sem vernda gegn eitri.
4. Fjallastelpa.
5. Blóm hirðarinnar.
6. Hvíti riddarinn.
7. Ekki tengdur grísku guðunum heldur löngum drykkju kvöldum.
8. Liljur eiga sér margar undirtegundir, þetta er ein þeirra.
9. Guð drauma og svefns.
10. Er hann ef til vill með 200 augu, hver veit?
Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.