Sælir Potthausar hérna eru fréttirnar fyrir þessa viku :)
Verður Íslendingur í næstu Harry Potter mynd?
Leikarinn Jón Páll Eyjólfsson er nýlega kominn heim aftur frá Englandi þar sem hann fór í áheyrnar prufur fyrir hlutverk í sjöttu Harry Potter myndinni.
Jón komst í gegnum fyrstu umferð í áheyrnarprufunum og hann fer aftur út í maí fyrir frekari prufur.
Jón mátti ekki tjá sig um hvaða hlutverk hann væri í prufum fyrir en erlendar HP síður halda því fram að það sé hlutverk ungs Voldemort/Tom Riddle. Lesið meira um þetta hér
Nýr OOTF trailer á morgun
Warner Bros hefur staðfest að á morgun (sunnudaginn 22. apríl) verði nýr trailer fyrir Fönixregluna birtur.
Hann verður sýndur á japanskri sjónvarpsstöð í dag, á stöð 4. í Bretlandi á morgun og í bandarísku sjónvarpi á þriðjudaginn svo hann verður kominn inná youtube eða harrypotter.com á mánudaginn.
Trailerinn er búinn að leka á netið í lélegum gæðum þið getið skoðað hann hér en hann er á japönsku þannig að það er kannski betra að bíða þar til á morgun og sjá hann í góðum gæðum.
Harry Potter slær met
Nýjasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans kemur ekki út fyrr en eftir um þrjá mánuði en nú þegar hafa yfir 500.000 eintök af bókinni verið pöntuð fyrirfram hjá Barnes & Noble sem er met hjá bókakeðjunni. Lesið meira um þetta hér
Nýjar myndir úr OOTF
Cho og Harry að kyssast
Flich og Umbridge – ætli þetta sé þegar tvíburarnir flýja úr skólanum?
Harry og Sirius
Myndir frá tökustað:
http://mugglenet.com/gallery/albums/userpics/10011/200704182309news1242955816.jpg
http://mugglenet.com/gallery/albums/userpics/10011/200704182309news473153299.jpg
http://mugglenet.com/gallery/albums/userpics/10011/200704182309news723889985.jpg
http://mugglenet.com/gallery/albums/userpics/10011/200704182310news1109401751.jpg
-Kv. RemusLupin
—-
mbl.is og mugglenet.com