Fyrstu myndirnar úr Order of Pheonix tölvuleiknum

Nú eru komnar nokkrar myndir úr Harry Potter and the Order of Pheonix tölvuleiknum sem kemur í júlí. Leikurinn mun meðal annars koma á leikjatölvunum PS3, Xbox360 og Wii.
Á myndunum má meðal annars sjá bardaga Dumbledore og Voldemorts, þríeykið Harry Hermione og Ron, Sirius Black og Harry, líklega að berjast við Draco Malfoy. Myndirnar má sjá hér: http://www.mugglenet.com/gallery/thumbnails.php?album=1950


OotP gagnrýni

Nokkrir heppnir fengu að sjá Order of Pheonix kvikmyndina á undan öðrum. Hér eru nokkrar gagnrýnir á myndinni (ath. SPOILERAR):

http://www.aintitcool.com/node/31770
http://www.mugglenet.com/movies/movie5/reviews/enyafreak.shtml
http://www.mugglenet.com/movies/movie5/reviews/triwizard.shtml
http://www.mugglenet.com/movies/movie5/reviews/zeenat.shtml

Ég er sjálfur mjög spenntur, vona að hún verði betri en síðustu tvær. Ég er ánægður með að Gambon hafi róað sig niður, hann var alltof æstur í GoF :P Síðan hlakka ég rosalega til að sjá bardagann!
Harry Potter and the Order of the Pheonix verður frumsýnd þann 13. júlí á Íslandi.


Emma Watson og Emma Thompson…

…eiga afmæli í dag :D Thompson, sem er 48 ára í dag, leikur spádómsfræðikennarann Trelawney í kvikmyndunum. Watson, sem er 17 ára í dag, leikur Hermione Granger, bestu vinkonu Harrýs.
Til hamingju báðar tvær! :D