Sælir Hugarar
Sem nýskipaður fréttastjóri á hugi.is/hp langar mig að segja ykkur frá smá breytingum sem við ætlum að gera til að lífga aðeins uppá áhugamálið.
Núna á næstunni verður mikið að gerast í Harry Potter heiminum bæði vegna nýju myndarinnar og vegna útgáfu síðustu bókarinnar í bókaflokkinum og þess vegna ætlum við að koma upp vikulegu fréttayfirliti hér á fréttakubbnum.
Á hverjum laugardegi verður sent inn fréttayfirlit þar sem tekið verður á því helsta sem gerðist í HP heiminum þá vikuna.
Sem stendur erum við bara tveir fréttamenn sem ætlum að sjá um þetta og okkur vantar eiginlega 2-3 fréttamenn í viðbót.
Ef þú hefur áhuga að vera fréttamaður hérna á hugi.is/hp hafðu þá sambandi við mig í gegnum huga eða sendu mér tölvupóst á 26sgo@ma.is
Kv. Remus