Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttar ágiskanirnar voru að þessu sinni. Það voru hinsvegar aðeins tvær þeirra sem voru réttar:

kat701
Snitch

Unnu sér inn fimm stig.

Beint í aðra vísbendingu sem gefur fjögur stig:

Samkvæmt öruggum heimildum sem þó koma ekki úr bókunum lést þessi einstaklingur eftir rifrildi um uppvask.

Ég veit að nú verða einhverjir reiðir, en málið er að til þess að gera fimm vísbendingar um þennan karakter verð ég að fara út fyrir bækurnar. Þetta er þó staðfest af J.K.

Lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.