Ég tók smá frí á triviunni þar sem jólaboð og vinir kröfðust tíma míns. Nú er ég hinsvegar kominn á Reyðarfjörð að vakta álverið þannig að ég get skellt vísbendingum inn meðan ég er á næturvakt.
Það voru tveir notendur sem unnu sér inn 3. stig:
kat701
hafsteinn91
Ég set núna inn tvær víbendingar og í tilefni jóla fá þeir 2 stig sem svara rétt. Á morgun kemur svo ný spurning.
4. vísbending, 2 stig:
Þennan dag eignaðist Harry, Firebolt kúst sem var sá hraðskreiðasti á þeim tíma.
5. vísbending, 2 stig:
Þennan dag fær Harry jafnan prjónaða peysu.
Ég vill hvetja alla til þess að senda inn smásögur í smásagnakeppnina, skilafrestur er til miðnættis þann 31. des.
Þangað til á morgun, lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.