Ástæðan fyrir því að þessi vísbending kemur snemma er sú að ég er nú að fara að fljúga til London í gegnum Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og mun ég eyða degi í London til þess að fylgjast með leik Chelsea-Arsenal. Mun ég því líklega ekki komast á netið fyrr en á mánudags kvöld og taldi ég því rétt að setja inn þessa vísbendingu svo þið hefðuð eitthvað til að brjóta heilan yfir um helgina.
Eins og áður sagði, ekkert rétt svar í gær svo við förum bara beint í þriðju vísbendingu sem gefur þrjú stig. Enn er spurt um persónu:
Hann tók sprota annars galdramanns og framkvæmdi galdur með honum.
Sendið svörin á mig, njótið helgarinnar, lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.