“Ég var að spá afhverju Herra Weasley gat galdrað heima hjá Dursleyfjölskyldunni þegar hann kom til að ná í Harry á 4 ári?”
Það sem átt er við er augljóslega af hverju honum hafi ekki verið refsað fyrir það, þar sem galdrar fyrir framan mugga eru ekki leyfðir.
Atvikið sem um ræðir er þegar karlpeningur Weasley fjölskyldunnar fer að ná í Harry í gegnum arininn í upphafi fjórðu bókarinnar.
Í fyrsta lagi eru lögin sem kveða á um bann á göldrum í viðurvist mugga sett í þeim tilgangi að muggar komist ekki að hinum leynda galdra heimi. Dursley fjölskyldan veit hinsvegar af galdraheiminum út af Harry og því eiga þau lög ekki við.
Í öðru lagi, jafnvel þótt Dursley fjölskyldan hefði ekki vitað af galdraheiminum, eða að þetta hefði verið önnur fjölskylda hefði Weasley getað galdrað að vild án þess að eiga á hættu að vera saksóttur. Hann vinnur jú við það leita uppi og stöðva galdra í mugga heiminum og á mugga hlutum. Í starfi hans þarf því eflaust oft að framkvæma galdra til þess að ná bölvuðum tekötlum eða klósett setum. Því mundi galdramálaráðuneytið ekki sjá neitt athugavert við það að sjá Arthur framkvæma galdra fyrir framan mugga.
Að lokum, á heimili Dursley fjölskyldunnar er augljóslega leyfilegt að framkvæma galdra, Tonks léttir koffort þegar hún er þar, Dumbledore kallar fram glös og flösku. Það er bara Harry sem ekki má framkvæma galdra þar, þar sem hann er ekki orðinn nógu gamall.
Voldemort is my past, present and future.