Eins og fram kemur í tilkynningu hér á síðunni er ég að flytja aftur til Íslands, en er aðeins að ferðast núna á leiðinni heim þannig að ég er svolítið hjálparlaus þegar kemur að netinu. Á alltof mörgum netkaffihúsum hér í Asíu eru eldveggir og vesen sem gerir það að verkum að ég get ekki skráð mig inn á huga. Núna er ég hinsvegar staddur í Singapore og komst á mjög gott þráðlaust net þannig að það eru íslenskir stafir og öll herlegheitin.

Það voru þó nokkrir notendur sem svöruðu rétt og fengu fjögur stig:

Parvati
DavidOrri
bangso
lizl94
Weasley
neonballroom
LilyEvans
JeffWho
lamuradi

Ég gerði þetta greinilega aðeins of auðvelt að þessu sinni þannig að þið skuluð búa ykur undir mun erfiðari spurningu næst. Við skulum hinsvegar halda áfram þar sem frá var horfið og hér kemur þriðja vísbending, sem eins og alltaf, gefur þrjú stig. Spurt er um persónu:

Hún hefur gríðarlega sterka réttlætiskennd og stendur iðulega upp fyrir þá sem minna meiga sín, jafnt í orði sem og í verki.

Þangað til að ég kemst aftur á netið, gangi þeim ykkar sem eruð í prófum vel og lifið í lukku!
Voldemort is my past, present and future.