Gælunafn: Barty
Aldur: Barty var rúmlega þrjátíu ára þegar sál hans var sogin úr honum af vitsugu.
Hæfileikar: Sem drápari, var Barty Crouch yngri hæfileikaríkur í myrku öflunum. Hann var einnig klókur, fær um að fanga skyggninn Skrögg “illaauga”, og taka á sig persónu hans í nærri því heilt skóla ár.
Heimavist: Ekki vitað, líklegast Slytherin.
Persónueinkenni: Sem unglingur var Barty Crouch yngri fölur ljóshærður drengur með freknur. Dvöl í galdramanna fangelsinu, Azkaban og áralöng fangelsun á heimili föður hans breytti útliti hans og leit hann út fyrir að vera mun eldri en hann í rauninni var. Árið 1995 var hann með bauga undir augunum, innsognar kinnar og leit út fyrir að vera mun eldri en hann í raun var.
Ættartala: Hreint blóð.
Fjölskylda: Barty er sonur Bartemius Crouch, eldri og eiginkonu hans. Í lok skólaársins árið 1995 var honum lýst sem síðasta meðlim þessarar galdrafjölskyldu (Eldbikarinn).
Minnst er á tvo aðra meðlimi Crouch fjölskyldunnar í bókunum. Annarsvegar Caspar Crouch sem kom fram í ættartré Black fjölskyldunnar. Hann giftist Charis Black (hún lifði 1919-1973) og áttu þau eitt barn (gæti verið Crouch eldri). Hinsvegar er minnist Crouch eldri á afa sinn sem átti Axminster, tólf sæta fljúgandi teppi sem gat flutt alla fjölskylduna. Það var að sjálfsögðu áður en fljúgandi teppi voru bönnuð á Bretlandi.
Fyrst minnst á: Eldbikarinn, kafli þrjátíu.
Kemur fyrst fram: Sem Skröggur–Eldbikarinn, kafli tólf.
Sem hann sjálfur–Eldbikarinn, kafli þrjátíu og fimm.
Almennt: Bartemius Crouch, yngri, (Barty) var fæddur inn í galdrafjölskyldu með hreint blóð til margra alda. Faðir hans, Bartemius Crouch, eldri, var yfirmaður galdra lögreglunar (Magical law enforcement) þegar Voldemort kom fyrst fram á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Eftir að Voldemort hvarf árið 1981, hurfu margir dráparar og tóku upp fyrra líf, en hópur örvæntingafullra drápara reyndu að hafa upp á meistara sínum.
Barty náðist í einum slíkum hóp ásamat Bellatrix, Rudolphus og Rabastan Lestrange, hópurinn (óljóst er hver þátttaka Barty var) pyntaði Frank og Alice Longbottom þar til þau misstu vitið, í von um að hafa upp á dvalarstað Voldemort. Fyrir þátttöku sína í þessum hræðilega glæp hlaut Barty, lífstíðar fangelsisvist í Azkaban. Hann var dæmdur af föður sínum sem hafði yfirumsjón með réttarhaldinu.
Barty sem var aðeins unglingur þegar réttarhald hans fór fram grátbað föður sinn um að sýna sér miskunn. Hann sór sakleysi sitt og kallaði til móður sinnar og föður, bað þau um að senda sig ekki til vitsugnanna. Á meðan móðir Barty grét, afneitaði Crouch eldri syni sínum þegar hann kallaði til baka að hann ætti engan son. Barty var því tekinn í burtu og læstur inn í Azkaban þar sem hann byrjaði að veslast upp og heilsa hans fór að bregðast.
Á sama tíma og heilsa Barty fór hrörnandi gerði heilsa móður hans hið sama. Vitandi það að lífi hennar væri nærri lokið, bjó frú Crouch til áætlun til þess að bjarga syni sínum úr Azkaban. Sem síðasta greiða til deyjandi eiginkonu sinnar féllst Crouch eldri á áætlunina. Fengu þau að heimsækja Barty sem síðustu heimsókn til deyjandi sonar. Þegar þau voru komin inn í fangelsið tóku frú Crouch og Barty ummyndunardrykk þannig að þau breyttu útliti sínu í hvort annað. Crouch eldri gekk svo út með Barty og skyldi eiginkonu sína eftir, deyjandi í Azkaban, alveg eins og hún hafði skipulagt. Vitsugurnar skynjuðu eina veika og eina heilbrigða manneskju heimsækja veika manneskju. Út fóru ein heilbrigð og ein veik manneskja, eftir varð ein veik manneskja. Þeir galdramenn sem sáu til þeirra sáu Crouch hjónin labba inn og Crouch hjónin labba út. Frú Crouch mjög veikburða í bæði skiptin. Hún tók drykkinn alveg fram að dauða sínum og var grafin fyrir utan Azkaban sem Bartemius Crouch yngri.
Þegar Crouch eldri kom með son sinn heim varð honum ljóst að hann varð hafa stjórn á syni sínum og koma í veg fyrir að hann færi að leita að Voldemort. Crouch eldri notaði því nokkra galdra meðal þeirra stýribölvunina til þess að stjórna Barty. Hann neyddi Barty einnig til þess að felast undir huliðsskikkju öllum stundum auk þess sem húsálfurinn Winky gætti hans auk þess að hugsa um hann.
Eftir því sem árin liðu fór Barty að vera fær um að berjast gegn stýribölvuninni. Smá saman byrjaði hann að safna kröftum. Enginn vissi að hann væri enn á lífi fyrir utan Crouch eldri og Winky þangað til að dag einn, Berta Jorkins, norn úr ráðuneytinu heyrði Winky tala við Barty þegar hún kom til þess að tala við Crouch eldri. Hún dró fljótt þá ályktun að Barty væri á lífi. Til þess að þagga niður í henni notaði Crouch eldri öflugan minnisgaldur sem eyðilagði minni hennar. Hún var síðar tekin af Ormshala, svikula sjóræningjans, þjón Voldemorts. Hann tók hana til Voldemort sem tókst að brjótast í gegnum minnisgaldurinn og komst þannig að þrennu:
1) Því að Barty væri enn á lífi.
2)Því að Þrígaldraleikarnir færu fram í Hogwarts
3)Því að Skröggur "illaauga” myndi kenna varnir gegn myrku öflunum.
Þannig sá Voldemort sér leik á borði og snéri aftur til Englands ásamt Ormshala til þess að hafa upp á hinum trygga fylgismanni sínum.
Winky sannfærði Crouch eldri um að gefa syni sínum einstaka verðlaun fyrir góða hegðun. Ein slík verðlaun var leyfi til þess að fara á heimsmeistaramótið í Quiddich árið 1994. Falinn undir huliðsskikkju fylgdist Barty með leiknum úr stúku efst á leikvanginum. Þegar Winky sá ekki til (hún sá yfir höfuð ekki mikið enda mjög lofthrædd og huldi augu sín mest allan tímann) stal Barty sprota Harry Potter. Eftir leikinn tóku nokkrir fyrrum dráparar upp á því að pynta mugga. Reiður yfir því að þessir dráparar skyldu hafa getað snúið baki við Voldemort og lifað fyrra lífi eftir fall Voldemort kallaði Barty fram myrka táknið á himininn í skógi fyrir utan leikvanginn. Myrka táknið skapaði mikinn glundroða og ótta og í miðju óðagotinu sem átti sér stað urðu bæði Winky og Barty fyrir rænuleysis álögum. Þegar aðeins Winky fannst (enda Barty undir huliðsskikkju) með sprota sér við hlið áttaði Crouch eldri sig strax á hvað hafði gerst. Hann rak Winky fyrir að hafa brugðist sér og snéri aftur heim þar sem hann setti son sinn aftur undir stýribölvunina.
Voldemort kom að heimili Crouch fjölskyldunnar einhvern tíman eftir heimsmeistaramótið og áður en skólaárið 1994-1995 hófst. Hann setti Crouch eldri undir stýribölvunina og frelsaði Barty. Þeir settu svo saman áætlun til þess að Voldemort gæti endurheimt líkama sinn. Barty tók öðru sinni ummyndunardrykk, að þessu sinni til þess að dulbúa sig sem Skrögg “illaauga” og taka upp stöðu hans sem kennari í vörnum gegn myrku öflunum.
Sem Skröggur tókst Barty að blekkja alla, jafnvel Dumbledore. Hann kom sér fyrir nálægt Harry Potter, og smá saman vann hann traust hans. Í upphafi skólaársins laumaði Barty nafni Harry í eldbikarinn og plataði bikarinn til þess að velja Harry sem fjórða keppandann í þrígaldraleikunum. Hann vann svo bakvið tjöldin til þess að tryggja það að Harry kæmist í gegnum þrautirnar þrjár.
Í gervi Skröggs, kenndi Barty nemendunum ófyrirgefanlegu bölvarnirnar, sýndi þær á köngulóm (Ron til lítillar ánægju) og notaði stýribölvunina á nemendur. Hann sá Sjóræningjakortið fyrir tilviljun og sannfærði Harry um að lána sér það gegn því að koma honum undan vandræðum. Kortið átti eftir að reynast Barty vel því í júní 1995 fór Crouch eldri að berjast gegn stýribölvuninni eins og Barty hafði gert, hann komst til Hogwarts til þess að leita hjálpar hjá Dumbledore, en áður en hann komst inn í kastalann sá Barty föður sinn á kortinu, hann gerði Viktor Krum rænulausan, drap föður sinn, breytti honum í bein og gróf fyrir utan kofa Hagrid.
Þriðja og síðasta þrautin í Þrígaldraleikunum var haldin þann 24. júní, 1995. Þrautin fólst í völundarhúsi sem endaði á því að sigurvegarinn gripi í Þrígaldrabikarinn og eignaði sér þannig sigurinn. Barty breytti bikarnum í leiðarlykil. Leiðarlykillinn átti að flytja Harry í kirkjugarð í Litlu Hangleton þar sem Voldemort og Ormshali biðu. Áætlunin fór eilítið úrskeiðis þar sem ekki aðeins Harry heldur einnig Cedric Diggory gripu í bikarinn á sama tíma. Cedric var því drepinn samstundis en Harry notaður til þess að færa Voldemort líkama sinn aftur. Enn og aftur tókst Harry þó að sleppa lifandi og notaði bikarinn til þess að flytja sig og Cedric aftur til Hogwart.
Þegar Harry kom til baka með lík Cedrics og bikarinn í höndum sér varð Barty á stór mistök. Í öllum hamaganginum þetta kvöld hafði hann gleymt að taka ummyndunardrykkinn eins oft og nauðsynlegt var. Hann gekk þvert á fyrirmæli Dumbledore og tók Harry inn á skrifstofuna sína þar sem hann sagði honum að hann væri njósnari fyrir Voldemort og hans tryggi þjónn innan Hogwart. Hann ætlaði svo að drepa Harry en fékk ekki tækifæri til þess þar sem Dumbledore, McGonagall og Snape brutu upp hurðina á skrifstofunni og settu Barty undir rænuleysis álögin. Það var þá sem Dumbledore sagði Harry að persónan fyrir framan þá væri ekki Skröggur heldur einhver annar. Skömmu síðar fóru áhrifin af ummyndunardrykknum að hverfa og Harry sá loks hver þetta var. Þrátt fyrir að fangelsisvist í Azkaban og af höndum föður síns hafi gert Barty mun eldri en hann í rauninni var, þekkti Harry hann frá minningunni úr þankalaug Dumbledore.
Eftir að vekja Barty til meðvitundar gaf Dumbledore honum Veritaserum. Samstundis svaraði Barty öllum spurningum Dumbledore, lýsti því hvernig hann hafði sloppið frá Azkaban, hvernig faðir hans hafði haldið honum föngnum, hvernig Voldemort hafði fundið hann og áætlunina sem þeir settu saman. Hann viðurkenndi að hafa fangað Skrögg, drepið föður sinn og að hafa sent Harry til Voldemort. Alla frásögnina brosti Barty og lýsti öllu með stolti, viss um það að hann yrði verðlaunaður og virtur af Voldemort.
Þrátt fyrir alvarleika glæpa sinna neitaði Dumbledore að senda Barty til vitsugnanna heldur vildi hann nota Barty sem vitni um endurkomu Voldemort. Því miður tókst Barty ekki að segja sögu sína til annarra en Dumbledore, Harry, Snape, McGonagall og Winky. Seint um kvöldið þann 24. júní 1995, kom galdramálaráðherrann Cornelius Fudge til þess að yfirheyra Barty. Fudge tók með sér vitsugu, sem saug úr honum sálina um leið og hún sá hann. Þetta skildi Barty eftir á lífi, en samkvæmt Dumbledore verra en dauðann. Fudge neitaði að trúa endurkomu Voldemort og ákvað að Barty væri bara geðsjúklingur. Þrátt fyrir að Barty hafi verið eyðilagður með kossi vitsugunnar, var það mikill greiði fyrir Voldemort. Þótt hann hafi ekki náð að drepa Harry né bjarga sjálfum sér, tryggði hann endurkomu Voldemort.
Nokkur atriði til þess að hafa í huga að lokum. Í fyrsta lagi, hvaða þátt átti Barty í pyntingunum á Longbottom hjónunum? Getur verið að hann hafi verið saklaus eins og hann hélt fram? Er ekki aðeins of þægilegt að hann skildi hafa náðst þarna með Bellatrix og öðrum Lestrange fjölskyldumeðlimum, sonur frægs stjórnmálamanns, manns sem búist var við að tæki stöðu galdramálaráðherra. Hver fékk stöðuna í staðin? Cornelius Fudge… Sami maður og kom fyrst á staðinn eftir að Ormshali sprengdi upp götuna, sá sem sendi Sirius til Azkaban, sá sami og kom fyrstur á staðinn í Godriks dal, sá sem lítur upp til Malfoy fjölskyldunnar. Er það bara tilviljun? Kannski.
Einnig er þægilegt hvernig því er ekkert lýst hvað er gert við Barty eftir að vitsugan sýgur sálina úr honum. Við eigum að gleyma honum, en hafið það hugfast að hann er ekki dáinn, hann er á lífi og það kæmi mér ekkert á óvart þótt við sæjum eitthvað til hans í síðustu bókinni. En kannski er ég bara örvæntingafullur aðdáandi myrku aflanna, hver veit.
Voldemort is my past, present and future.