Eitt stykki spoiler úr 6.bókinni. Þarf ég virkilega að vara ykkur við?
Summary: SS/OC, a bit OOC! One-shot, maybe AU, inspired by MLC, spoiler for HBP. R&R!
Svona skemmtilega hluti getur maður rekist á þegar maður les áhugaspuna á ensku. Ef maður veit ekkert hvað þetta þýðir, hvernig á maður að vita hvað er að gerast? Hérna er lítil orðabók fyrir þetta, og ef þið hafið fleiri orð, endilega látið vita og ég bæti þeim inn í og þýðingu, eftir bestu getu.
Summary - útdráttur, þar sem höfundar segja aðeins frá sögunni.
OOC - out of character - persónan er ekki eins og hún var í bókunum. T.d. Draco Malfoy líkar vel við blóðníðinga, Dumbledore illur o.þ.h.
OC - original character - sögupersóna sem höfundurinn sjálfur býr til
Mpreg - male prengancy - maður/strákur verður ófrískur
Slash/femslash - spuni þar sem hommar og/lesbíur koma fram.
WIP - work in progress - saga sem er verið að vinna í, ekki búin
MLC fic - marriage law challenge - spuni, gerður eftir áskorun. Snýst um það að Galdramálaráðnuneytið setur lög, vegna allra skvibbana sem hafa fæðst í hreinræktuðu galdrafjölskyldunum, að muggafætt galdrafólk skuli giftast hreinræktuðu galdrafólki. Aðalpersónur þar eiga að vera Hermione Granger og Severus Snape.
one-shot - spuni sem er aðeins einn kafli
AU - another universe - þar sem einhverjum staðreyndum úr bókinni er sleppt, t.d. í MLC ficum á Snape að vera úr hreinræktaðri galdrafjölskyldu, en í raun og veru er hann það ekki.
Spoiler for PS/SS/CoS/PoA/GoF/OotP/HBP - allar skammstafanirnar eru fyrir bækurnar, í réttri röð, á ensku. (Viskusteinninn er tvisvar því það er bæði “Philosopher stone” og “Sorcere's Stone”, mjög líklega vitlaust stafsett hjá mér). Spoiler er viðvörun við því að ef einhver hefur ekki lesið einhverja bók, t.d. “the Halfblood Prince” (HBP) þá er “spoiler” úr þeirri bók sem gæti eyðilagt spunann hafi maður ekki lesið bókina.
RR/R&R - read and review - lesið og komið með álit.
POV - point of view - frá hvaða sjónarhorni spuninn er skrifaður, t.d. Hermione's POV þýddi að núna væri kannski verið að skipta frá sjónarhorni Harrys til sjónarhorns hennar.
WIKTT When I Kissed The Teacher - þegar ég kyssti kennarann. Þetta er Yahoo group/hópur sem dýrkar Hermione Granger og Severus Snape og kemur oft með áskoranir (challenges) fyrir fólk með þau tvö sem aðalpersónur, í flestum tilfellum, ég fylgist ekki alveg með þessu.
Ratings - fyrir hvaða aldurshópa spuninn er ætlaður, eða hvað gæti komið fram í spunanum. Hérna er ein gerð af ‘ratings’ sem er notuð á www.fanfiction.net, en þar er hægt að finna áhugaspuna fyrir (næstum) allt!
Hérna eru tvær aðrar gerðir, sú sem er í sviganum þekkja áreiðanlega margir því það er oft aftan á myndum og meiru. Hin gerðin er á Sycophanthex-síðunum, en stjórnendur þeirrar síðu gerðu sín eigin stig (þetta var því miður eina almennilega þýðingin sem ég fann af ‘ratings’). Þetta passar svona nokkurnvegin saman.
(G) C - Conservative - something that shouldn't offend anyone's grandma. (Það saklaus texti að hann gæti ekki einu sinni móðgað ömmu þína).
(PG) S - Suggestive - uses moderate language, suggests violence or adult situations, but doesn't describe them. (Hófsamur texti, gefur til kynna ofbeldi eða ‘fullorðins aðstæður’ sem er reyndar það sama og kynlíf og kelerí, en lýsir því ekki).
(PG-13) B - Brazen - uses strong language, includes moderate violence or mature sexual themes, but no graphic violence or graphic sexual descriptions. (Ósvífinn texti, notar sterk orð, blótsyrði, meðal annars ofbeldi eða kynlíf, en ekki mjög skýrar eða miklar lýsingar).
(R) W - Wanton - descriptions of graphic violence or graphic sexual descriptions. (Skýrar lýsingar á ofbeldi og kynlífi).
(NC-17) L - Lascivious - explicit, lewd or deviant sexual descriptions. (Nákvæmnar, klúrar eða afbrigðilegar kynlífs-lýsingar.)
Þetta ætti aðeins að hjálpa fólki gegnum heim áhugaspunanna ef það er nýbyrjað að lesa, og ef þið vitið um fleiri orð, látið mig endilega vita!