SVÖR SEM ERU EKKI MERKT SPOILER BAK OG FYRIR VERÐUR EYTT. Það hefur þegar þurft að eyða nokkrum svörum vegna þess að fókl hefur ekki virt það að merkja spoiler! Það er EKKI búið að aflétta spoilerviðvörunni, svo passið ykkur!

Ég held að það sé vitleysa í 4. bókinni Harry Potter og eldbikarinn. Hér er sagt:
,,Og hér vantar sex drápara, þrír dóu í þjónustu minni. Einn er of huglaus til að snúa aftur. Einn hefur yfirgefið mig fyrir fullt og allt og sá síðasti er enn dyggur þjónn minn og hefur þegar gengið aftur til liðs við mig."


Sá sem þorir ekki að snúa aftur er Karkaroff.. Dyggi þjónninn er Bartimeus Crouch yngri.
En hver er sá sem hefur yfirgefið hann fyrir fullt og allt?


Á þessum tímapunkti eru þrír dráparar, fyrrverandi sem núverandi, innan veggja Hogwarts. Bartemius Crouch yngri í dulargervi Mad eye Moody/Skröggs Illauga, Igor Karkaroff skólastjóra Drumstang og síðast en ekki síst, Severus Snape, töfradrykkjakennara í Hogwarts. Það er rétt að Crouch yngri sé dyggi þjónninn og að Karkaroff sé of huglaus til að snúa aftur en Severus Snape er aftur á móti sá sem hefur yfirgefið hann fyrir fullt og allt.


*Spoiler úr HBP, farið varlega að lesa eftirfarandi ef þú ert ekki búinn að lesa 6. bókina OG MERKIÐ svör við neðangreindri efnisgrein vel og vandlega með spoiler!*











Eða er Severus Snape sá þjónn sem hefur yfirgefið hann fyrir fullt og allt? Strax í fjórðu bókinni þá fáum við að vita að þegar Harry kemur til baka með lík Cedrics Diggory að Dumbledore biður Severus Snape um að fara, að hann viti til hvaða bragðs skuli taka og Severus játar því og verður fölari en nokkru sinni fyrr. Í byrjun fimmtubókarinnar þá er okkur sagt að Severus Snape sé að starfa fyrir Fönixregluna, leka upplýsingum og þess háttar, en það sem við í raun og veru fáum að vita að hann stóðst prófið. Hann náði að sannfæra Voldemort um að hann væri dyggur þjónn hans og kom með útskýringar á öllu saman. En er hann í raun og veru dyggur þjónn, er hann að leka upplýsingum, eða er hann svikari? Í byrjun sjöttu bókarinnar kemur Bellatrix Lestranger og Narcissa Malfoy í heimssókn til Severusar Snape og þá vill Belltarix fá svör við því af hverju hann er á lífi. Severus hefur greinilega góð svör, nógu góð til að gera Bellatrix kjaftstopp. En er Severus Snape dyggur þjónn Voldemorts eða Dumbledores? Er hann að leika á báðum hliðum eða er hann alfarið með Voldemort?