Samkvæmt orðrómi sem hefur gengið um netið, verður næsta kvikmyndin um Harry Potter of ógnvekjandi fyrir yngstu kynslóðina.
Síður eins og Mugglenet og The Leaky Cauldron segja að Warner Brothers hafi tilkynnt þeim að Harry Potter og Eldbikarinn verði flokkuð sem PG–13 í Bandaríkjunum
<img src=http://www.mpaa.org/images/movieratings/PG-13(small)-01.gif>
PG-13 er nokkurn vegin það sama og bannað innan 12 ára hér á Íslandi, sem þýðir að yngstu Potter aðdáendurnir mega ekki sjá hana þegar hún kemur í bíó nema í fylgd með fullorðnum.
Ástæðan fyrir því að myndin verður bönnuð börnum er sú að hún inniheldur mikið af “ævintýralegu” ofbeldi (eða sequences of fantasy violence) og aðra skelfilega hluti s.s. endurkomu Voldemorts og dauða Cedrics Diggory.
Warner Brothers segja að það verði ekki tekin endanleg ákvörðun um þetta fyrr en myndin hefur verið ritskoðuð í Bretlandi.
Ég persónulega vona að myndin verði bönnuð innan 12 ára, vegna þess að það er ekkert eins pirrandi og Litlir HP fan nr.1, sem tala alla myndina um það hvenær Harry eigi að deija og eru að pirra sig yfir því að vitsugurnar hafa ekki drepið hann ennþá .
Tzipporah: Persónulega finnst mér gott að banna þetta innan 12 ára til að fólk fatti að þetta eru ekki sögur og myndir fyrir 5 ára eins og flestir virðast halda.
Ég meina, eins og Rowling sagði sjálf þegar verið var að spyrja hana hvort þetta væri ekki að verða full drungalegt fyrir littla krakka, “Sagan byrjaði á tvöföldu morði.” Hverjum dettur í hug að þetta sé efni fyrir 6 ára og yngri?
RemusLupin..