Elskulegu lesendur.
Ég vil biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessari löngu bið sem hefur verið eftir greinum frá mér. Ég veit að mörg ykkar hafa beðið með tárvota vanga eftir nokkru hljóði frá mér og margir voru farnir að óttast að hann-sem-ekki-má-nefna hefði náð mér.
Ég get fullvissað ykkur um að svo er ekki.
Mér var hins vegar haldið fanginni af ungri hrokkinhærðri stúlku sem lesendur þessa dálks hafa eflaust heyrt getið áður en mun nafn hennar ekki nefnt hér. Stúlka þessi hefur kúgað mig mánuðum saman en nú loksins er ég frjáls á ný.
Lesendur mínir geta því tekið gleði sína á ný og huggað sig við að innan skamms munu greinar fara að fljúga frá mér sem aldrei fyrr.
Ég vil þakka ykkur fyrir allar þær uglur sem þið hafið sent mér í fjarveru minni. Það var mikill styrkur og hughreysting að vita að mínir dyggu lesendur hugsa til mín.
Ég er djúpt snortin
Ykkar einlæg
Rita Skeete