Hvað er Tonks? Af hverju getur hún breytt sér? 1. Hvað er Tonks? Af hverju getur hún breytt sér?

Tonks er líklega skrítnasta vinkona Harrys, hún er hamskiptingur eða Metamorphmagussem sem þýðir að hún getur breitt útliti sínu að vild.
Náttúrulegt útlit hennar er hjartalaga, fölt andlit, dökk brún, tindrandi augu og stutt músabrúnt hár en það virðist vera í uppáhaldi hjá henni að hafa hárið á sér bleikt og broddaklippt .

Það er ekki hægt að læra hamskipti heldur er þetta meðfæddur galdraeiginleiki sem er mjög sjaldgæfur.
Flestir galdramenn þurfa að notast við sprota eða töfradrykki til að skipta um útlit en ekki Tonks. Hún fékk hæstu einkunn í felulitum og dulargervum án þess að læra staf þegar hún var í skyggnináminu, þökk sé þessum ótrúlegu hæfileikum hennar.
Það eina sem hún virðist þurfa að gera til að breyta um útlit er að loka augunum og einbeita sér að því útliti sem hún vill hafa.

Mikið áfall getur orðið til þess að hamskiptingur missir hæfileikann tímabundið sem bendir til þess að þessir eiginleikar séu á vissan hátt tengdir tilfinningalífi einstaklingsins. Hamskiptingur í góðu tilfinningalegu jafnvægi ætti því að eiga auðveldara með að breyta útliti sínu en hamskiptingur sem á í tilfinningakrísum.


..“Veistu, ég held að fjólublár sé ekki minn litur”sagði hún og strauk yfir brodda klippt hárið. “Finnst þér ég ekki virka svolítið fölleit?”
“Ö - “ sagði Harry og leit á hana yfir brúnina á Quidditchlið Bretlands og Írlands.
“Jú, mér finnst það,” sagði hún ákveðin. Hún klemmdi aftur augun, einbeitt á svip eins og hún væri að reyna að muna eitthvað. Andartaki síðar varð hárið á henni tyggjóbleikt á litinn.
–Harry Potter og Fönixreglan, bls. 48.–


RemusLupin