Ég var að spá með leyndarmálavörð Potterhjónanna.
Af hverju var Dumbledore ekki vörðurinn því það myndi aldrei neinn reyna að pína hann til að kjafta frá því hann er svo mikill galdramaður að jafnvel þú-veist-hver er hræddur við hann…
Dumbledore bauðst til að vera vörður leyndarmálsins en James afþakkaði það. Hann vildi frekar nota Sirius besta vin sinn.
Á þessum tíma var mikið um vantraust vina á milli. Enginn vissi hverjum var treystandi og hverjum ekki og ég gæti best trúað að James hafi viljað sýna vini sínum í verki að hann treysti honum.
Dumbledore gat ekki gert betur en að bjóða.
Þegar allt kom svo til alls fékk Sirius þá snilldar hugmynd, að honum fannst, að láta Peter vera leyndarmálavörðinn því enginn myndi halda að hann vissi neitt. Potterhjónin samþykktu þetta og gerðu hann að verði sínum.
Nú hef ég stundum velt því fyrir mér hvers vegna þau spáðu aldrei í Lupin og hvers vegna hann var ekki hluti af þessu ákvarðanaferli eins og Sirius.
Jú, það kemur fram að hluta til í þriðju bókinni.
Það var grunur um að svikari væri í hópnum og engum datt í hug að það væri Peter. Sirius hélt að það væri Lupin og Lupin hélt að það væri Sirius. James hefur væntanlega líka haldið að það væri Lupin þar sem hann treysti Siriusi og þar sem Lupin var líklegri vegna þess að hann var varúlfur. Voldemort hafði mikið fylgi meðal varúlfa því hann bauð þeim mikið betra líf en galdramálaráðuneitið.
Þegar Sirius hefur svo bent á Peter hlýtur það að hafa hljómað vel fyrir bæði James og Lily því það var enginn sem grunaði hann um svik.
Kveðja
Tzipporah