Að þessu sinni eru Fred og George Weasley persónur mánaðarins. Þeir eru fimmtu/fjórðu börn Weasley-hjónanna og eru fæddir 1.apríl, litlir og kubbslegir, rauðhærðir, freknóttir og mestu prakkarar síðan Remus Lupin, Sirius Black, James Potter og Peter Pettigrew voru í skóla. Þeir búa í Hreysinu (the Burrow) sem er nálægt Hreysikattarhæð. Þeir eru þekktir í Hogwarts, skóla galdra og seiða fyrir mikinn ærslagang og gerðu sig eftirminnilegan með því að gera líf ungfrú Umbridge óbærilegt (aka. Umbitch) og strjúka síðan úr Hogwarts og opna nýja búð, Galdrabrellur Weasley-bræðranna. En aftur að byrjuninni: þeir byrjuðu í Hogwartsskóla árið 1989 og voru flokkaðir í Gryffindor eins og öll þeirra ætt. Frá hinum fyrsta degi þeirra í Hogwartsskóla hafa þeir ekki verið saklausir, þótt við vitum ekki enn hvað þeir gerðu þá. Í gegnum árin hafa þeir farið í aukana, s.s. með Ræningjakortinu, fýlubombum og sínum eigin uppfinningum. Fyrir utan Filch elska þeir mest af öllu að stríða Percy, eldri bróður þeirra, sem er algjör andstæða þeirra í persónuleika.
(Þetta er allt að koma, bíðið bara þar til í nótt, þá verður þetta tilbúið. Fantasia er að hjálpa mérí augnablikinu.)