Byrjum á Lily Evans. Hver er nú það? Jú, Lily Evans er engin önnur en mamma Harrys okkar Potters. Hún hét Lily Evans þegar hún var yngri en eftir að hún giftist James Potter tók hún upp ættarnafn hans, eins og siður er í Englandi og víðar, og hét eftir það Lily Potter.
Lily og James voru fædd árið 1960 og hófu nám við Hogwartsskóla 1971. Þau útskrifuðust þaðan árið 1978 og giftu sig strax ári seinna, 1979. Um sama leiti gengu þau til liðs við Fönixreglu Dumbledores ásamt vinum sínum þeim Sirius Black, Remus Lupin og Peter Pettigrew. Ári seinna, þann 31. júlí 1980 eignuðust þau svo son sem þau gáfu nafnið Harry James Potter. Hamingjan varði þó ekki að eilífu hjá þessari litlu fjölskyldu því að rúmu ári seinna, á Hrekkjavöku eða þann 31. október 1981, réðst hinn illi Voldemort inn á heimili þeirra, drap hjónakornin og gerði hinn unga Harry þar með að munaðarleysingja.
James og Lily Potter voru aðeins 21 árs þegar þau létu lífið.
Harry er fæddur 1980 og væri því 24 ára í dag en fyrsta bókin gerist þegar hann er 11 ára eða veturinn 1991-1992.
Örlítið innskot frá mér => Ef Lily og James voru einungis 20 þegar Harry fæddist og voru jafnframt skólafélagar og jafnaldrar Severusar Snapes, Siriusar Black, Remusar Lupins og Peters Pettigrew ættu þeir allir með tölu að vera 31 árs þegar Harry hefur nám sitt við Hogwartsskóla. Þar af leiðir að þeir ættu að vera 35 ára í Fönixreglunni og 44 ára í dag.
Kveðja
Tzipporah