Tom Riddle / Trevor Delgome
“Afhverju heitir Voldemort , Tom Riddle á ensku en Trevor Delgome í íslensku útgáfunum,þetta ruglar mig alveeeg =/.. ”
Þetta er mjög algeng pæling.
Á ensku heitir Voldemort, Tom Marvalo Riddle en ef að maður raðar stöfunum í þessu nafni aftur upp má finna orðið:
I am Lord Voldemort
Til að halda þessu stafarugli og færa yfir á íslensku þurfti að sjálfsögðu að breyta nafninu eins og þarf í öllum erlendum þýðingum.
Í íslenska tilfellinu er því breytt nafninu í Trevor Delgome en út úr því nafni má lesa:
Eg er Voldemort.
Einfaldara er þetta nú ekki…. ;)