Sirius Black fæddist 1960 og dó í júní 1995, 35 ára að aldri og eftir því sem við best vitum átti hann engin börn- hann var sá síðasti sem bar Black ættarnafnið, en það hefur þegar komið fram í bókunum.

Margir eru á því að Sirius sé enn á lífi og má þá benda á könnun sem var í gangi á www.mugglenet.com sem spurt var að því hvort Sirius Black væri enn á lífi- meiri hlutinn svaraði játandi.

Sirius Black háði einvíg við frænku sína, Bellatrix Lestrange..

Aðeins tvær manneskju héldu bardaganum áfram, þær höfðu greinilega ekki orðið varar við komumanninn. Harry sá Sirius víkja sér undan rauðu ljósleiftri úr sprota Bellatrix. Hann hló að henni.
“Svona nú, þú getur gert betur en þetta!” hrópaði hann og rödd hans ómaði um salinn.
Seinna ljósleiftrið hæfði hann beint í brjóstið.
Hláturinn var ekki horfinn úr andliti hans en augu hans glenntust upp af skelfingu.
Harry sleppti takinu af Neville án þess að taka eftir því. Hann stökk niður drepin og dró fram sprotann um leið og Dumbledore sneri sér í átt að stallinum.
Það virtist taka Sirius heila eilífð að falla niður á gólfið. Líkami hans svignaði í tignarlegum boga þegar hann hneig aftur á bak í gegnum rifnu blæjuna sem hékk út úr bogahliðinu.
Það mátti bæði lesa undrun og ótta úr tærðu andliti guðföður Harrys sem eitt sinn hafði verið frítt, þegar hann fél íi gegnum fornt hliðið hvarf á bak við blæjuna sem blakti lítillega en kyrrðist svo á ný.
Hann heyrði sigri hrósandi öskrið í Bellatrix Lestrange, en vissi að það táknaði ekkert- Sirius hafði bara dottið í gegnum bogahliðið, hann kæmi aftur í ljós á hverri stundu…
En Sirius kom ekki aftur.
“SIRIUS!” æpti Harry. “SIRIUS!”
Hann var kominn niður á gólfiðm grunnur andardrátturinn skar hann í brjóstið. Sirius hlaut að vera rétt fyrir aftan blæjuna, Harry ætlaði að draga hann aftur til baka…
En þega rHarry tók sprett í áttina að stallinum greip Lupin utan um hann og hélt aftur af honum.
“Þú getur ekkert gert Harry-“
“Ég get náð í hann, ég get bjargað honum, hann er bara nýfarinn í gegn!”
“-það er of seint, Harry.”


(Harry Potter og Fönixreglan, 35. kafli,bls. 691 eftir J.K. Rowling)


Harry heldur að á bak við blæjuna sé ríki hinna dauðu. Hann og Luna heyrðu hvísl bak við blæjuna. Luna sagði síðar í næstu köflum á eftir að þetta væru í raun og veru andar þeirra látnu.

Ef bak við blæjuna sé í rauninni heimur hinna látnu er þá Sirius Black ekki dáinn?

Sumir vilja meina að Sirius Black komi aftur, hann datt bara í gegnum hliðið og það þarf ekkert að draga hann til dauða. Að hann komi aftur, að Sirius sé í raun og veru lifandi. Það má alltaf lifa í voninni.

J.K. Rowling er búin að lýsa því yfir að Sirius Black komi ekki aftur.

Rökstuðningur?

Sirius Black datt að öllum líkindum inn í heim hinna látnu. Til þess að komast þangað þarf maður að vera látinn- og maður deyr af öllum líkindum við að komast þangað inn. Eins og með okkar heim, allt er lifandi (þá er verið að tala um dýr og plöntur. Ekki dauða hluti eins og tölvur og steina) og þú ert ekki hérna nema að anda og lifa- annars ertu dáin. Sirius Black féll í gegnum Sáluhliðið eða bak við blæjuna, þar sem þeir látnu eru.

Það hefur þegar komið fram að það sé ekki lífga við hina látnu, Cedric sem dæmi. Sirius Black kemur ekki aftur. Hann er dáinn.