Orðið Skyggnir kemur oft fyrir í Harry Potter bókunum og flest okkar vita að hér er um starf að ræða, starf hjá Galdramálaráðuneytinu.
En hvað felur í sér að vera skyggnir? Hvað gera þeir?

(þýtt lauslega af www.hp-lexicon.org)

Skyggnar eru sérstakur hópur galdramanna og norna sem berjast gegn myrkru öflunum. Skyggnarnir eru nokkurs konar hermenn hjá Galdramálaráðuneytinu sem handsama drápara og aðra sem stunda myrkru öflin, en starfa þó á aðeins þróaðari og gáfaðari vegu.

Það voru skyggnarnir sem handsömuðu flesta af þeim drápurum sem störfuðu fyrir Voldemort, áður en hann þurfti frá að hverfa vegna Harry Potters, og komu þeim í Azkaban. Skyggnarnir börðust einnig við risa, drápu marga og ráku hina burt frá Bretlandi.
Á fyrri tíma Voldemorts fengu Skyggnarnir mikið vald til að handsama illu galdramennina, svo mikið vald að þeir máttu jafnvel nota verri aðferðir til að handsama glæpamennina heldur en ‘vondu kallarnir’ voru sjálfir að nota. Sirius Black var einn af þeim sem náðist á þessu tímabili og var stungið inn í Azkaban nánast án réttarhalda.

Til að verða skyggnir þarf að læra í 3 ár eftir Hogwarts skóla.

Frægir Skyggnar:

Nymphadora Tonks,
Skröggur Illauga,
Frank Longbottom,
Alice Longbottom
og
Kingsley Shacklebolt

undir lok fjórðu bókarinnar, Harry Potter og Eldbikarinn, sagði Harry prófessor McGonagall að honum langaði að verða Skyggnir.
Ætli Harry takist það?