Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort einhver viti hvaða einkennisliti heimavistirnar Hufflepuff og Ravenclaw hafa?
Ég veit að einkennislitir Gryffindor eru vínrauður og gylltur, og Slytherin hefur grænan og silfraðan; en ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíman lesið hverjir litir Hufflepuff og Ravenclaw væru.


Hver heimavist hefur sitt einkennismerki og sinn einkennis lit. Sem svar við þessari spurningu ákvað ég að setja inn smá fróðleik um allar vistirnar og ég vona að mér hafi tekist vel upp og að þetta sé áhugaverð lesning.

Hufflepuff

Hufflepuff, einkennislitir Hufflepuff eru gulur og svartur og eru það þeir litir ásamt dýrinu greifingi sem prýða skjaldamerki Hufflepuff. Stofnandi þessarar vistar var Helga Hufflepuff og heitir vistin eftir henni. Það er Prófessor Spýra sem er yfir vistinni en Feiti ábótinn er draugur þessarar heimvistar. Ekki er vitað um innganginn að setustofu Hufflepuff.

Ravenclaw

Ravenclaw, einkennislitir Ravenclaw eru blár og brons og eru það þeir litir ásamt erninum sem prýða skjaldamerki Ravenclaw. Stofnandi þessarar vistar var Rowena Ravenclaw og heitir vistin eftir henni. Það er Prófessor Flitwick sem er yfir vistinni en Gráa Lafðin er draugur Ravenclaw. Inngangurinn að setustofu Ravenclaw er sagður vera í gegnum ákveðinn riddara.

Gryffindor

Gryffindor, einkennislitir Gryffindor eru rauður og gylltur og eru það þeir litir ásamt ljóni sem stendur upp á afturlappirnar sem prýða skjaldamerki Gryffindor. Stofnandi Gryffindor var Godric Gryffindor og heitir vistin eftir honum. Það er Minerva McGonagall sem er yfir vistinni en Næstum hauslausi Nick er Gryffindor-draugurinn. Inngangurinn að setustofu Gryffindor er í gegnum málverk af feitri konu.

Slytherin

Slytherin, einkennislitir Slytherin eru grænn og silfur og eru það þeir litir ásamt slöngu sem prýða skjaldamerki Slytherin. Stofnandi Slytherin var sjálfur Salazar Slytherin og heitir vistin eftir honum. Það er Severus Snape sem fer fyrir vistinni en Blóðugi Baróninn er draugur Slytherin. Inngangurinn að Slytherin liggur í gegnum steinvegg í dýflissunum.