Severus Snape:
Þessi hávaxni og föli maður með fituga hárið sem virðist hata allt og alla og mest af öllu Harry…. hann er frekar heillandi, þrátt fyrir fituga hárið sitt, svörtu og tilfinningalausu augun og arnarnefið sitt. Hann átti frekar slæma barnæsku, sem sást helst á því þegar Harry sá nokkur brot úr henni; faðir Snapes að öskra á móður hans. Haustið 1970 gekk hann í Hogwartsskóla þar sem Albus Dumbledore var nýbúinn að taka við skólastjóraembætti. Hann kunni fleiri bölvanir þegar hann byrjaði heldur en nokkur annars. Hann var flokkaður í Slytherin og umgekkst stráka sem seinna urðu dráparar. Hann og James Potter urðu svarnir óvinir, þótt að við vitum ennþá ekki hvernig það kom til. Það kemur að vísu ein vísbending frá James í 5.bókinni þegar þeir eru að ljúka U.G.L.uprófinu í vörnum gegn myrku öflunum:
,,Það er frekar það að hann skuli vera til, ef þú skilur hvað ég á við …” Sem þýðir að hann hafi bara hatað hann eða líkað illa við hann og það nokkurnveginn upp úr þurru. Og hatrið var gagnkvæmt, því miður. Frá James og Siriusi fékk hann viðurnefnið Hori, (Snivellus), og líkaði það ekkert sérstaklega vel.

Snape reyndi að fá James og vini hans rekna meðan þeir voru í skólanum og komast einnig að því hvert Lupin hvarf mánaðarlega. Hann komst að því og ef ekki hefði verið fyrir James, væri þessi ótrúlega persóna ekki á lífi. Hann bjargaði Harry á fyrsta árinu til að hann og James gætu verið kvittir. Þótt að það gæti einnig stafað af því að hann hafi verið skotinn í Lily, hversu ótrúlegt sem það hljómar, og ekki getað horft upp á einkason hennar deyja. (Þegar Harry sá hluta af æsku Snapes sá hann stelpu hlæja þegar hann reyndi að halda sér á kústi. Gæti það hafa verið Lily sem hefði verið að horfa á hann meðan allir aðrir voru kannski í Hogsmeade?)
Úr nafninu Severus Snape er hægt að fá orðið “persues Evans” sem þýðir meðal annars að ganga á eftir Evans, sem er nokkurskonar vísbending til okkar. Árið 1976 lauk hann skólagöngunni og sennilega með hæstu einkun í vörnum gegn myrku öflunum. Þá gekk hann í lið með Voldemort, sem var mjög öflugur á þeim tíma. En einhverntíma fyrir dauða Potter-hjónanna snerist hann gegn honum og hóf störf sem njósnari fyrir Dumbledore. Um það leiti hafði hann lært hughrindingu svo að Voldemort kæmist ekki að því. Sama ár og Lily og James dóu fór hann svo að kenna við Hogwartsskóla.

Snape sá Harry á fyrsta kvöldi hans í Hogwartsskóla, en það þarf ekki endilega að vera fyrsta skiptið sem hann sá drenginn. Honum líkaði illa við hann og gerði allt til að niðurlægja hann fyrir framan bekkinn og skólann. Það ár bjargaði hann þó lífi Harrys þegar Quirrel/Voldemort reyndi að drepa hann á einum Quidditch-leiknum.

Árið 1992 hitti hann gamlan skólafélaga: Remus John Lupin, sem þá var orðinn samkennari hans við Hogwarts, og gerði allt sem í hans valdi stóð til að nemendur skólans uppgvötuðu sjálfir að hann væri varúlfur. (Þannig gat hann fyrrt sig allri ábyrgð ef hann lét þau einfaldlega skrifa ritgerð um varúlfa). Hann fékk einnig fregnir af Siriusi Black það ár og tókst að handsama hann. Sirius slapp þó úr greipum hans og með honum flaug Merlínsorðan sem Snape hafði verið lofað fyrir handtökuna. Snape var ekki alltof ánægður, en hefndi sín með því að “missa það út úr sér” að Lupin, besti vinur Siriusar á lífi, væri varúlfur.

Eins og aðrir sem slógust í lið með Voldemort ber Snape myrkratáknið á handlegg sínum og fór það að skýrast meir og meir næsta árið. Kunningi hans, Karkaraoff, tók líka eftir þessu. Snape hefur þó vitað að það væri öruggara að vera um kyrrt í Hogwartsskóla heldur en að flýja í burtu, ætli það hafi ekki verið út af Dumbledore. Í lok ársins kallaði Voldemort dráparana saman, og Snape þurfti aftur að leika tveimur skjöldum. Hingað til hefur það gengið ágætlega.

Þegar varðsveit Harrys kom með hann til Hroðagerðis sumarið 1995, var Snape nýbúinn að komast að einhverju sérstaklega mikilvægu og beið meðlima Fönixreglunar. Hvað það var, fáum við ekki að vita á næstunni en áreiðanlega eitthvað tengt Harry.
Þegar hann fór að kenna Harry hughrindingu komst hann að því að hann hafði ósjaldan dreymt ganginn að Leyndardómastofnuninni og lét Dumbledore samstundis vita af því. Þá þurfti hann að fá Harry til að einbeita sér mun betur að hughrindingunni, en það gekk nú ekki nógu vel.

Það hafa verið ýmsar getgátur um hvað muni gerast við hann í framtíðinni. Verða ástfanginn, svíkja Fönixregluna, verða virkilega vinalegur við alla… og svo er líka sagt að eitthvað eigi eftir að koma meira í ljós um hann. Hver veit hvað gerist?




“I can teach you how to bottle fame, brew glory, even stopper death — if you aren't as big a bunch of dunderheads as I usually have to teach.”

“Ég get kennt ykkur að fanga frægðina, brugga mikilfengleikann og jafnvel stöðva dauðann - ef þið eruð ekki jafn miklir aulabárðar og ég er vanur að kenna.”


<url=http://grusha.net/snape/>http://grusha.net/snape/</url> Síða sem er sögð frá sjónarhorni prófessor Snapes. Þú getur fengið eftirsetu meira að segja.


Ég gat ekki sent mynd með. Þá kom alltaf upp að ‘aðeins leyfðir notendur gætu sent inn’. Fyrirgefið.