Heyrðu það vill svo skemmtilega til að ég var að horfa á HP og leyniklefinn í sjónvarpinu í gær (25.des) og þá sá það sem ég held að sé villa í myndinni. Jú sjáðu til þegar Harry var tiltölulega nýbúin að komast að því að hann væri slöngukvíslari og í skólanum vissu það. Þá var hann að læra með vinum sínum og það truflar hann (skiljanlega) að allir voru að fylgjast með honum meira að segja Ginny líka. Þannig að hann fer fram og þá heyrir hann í Basilíuslöngunni og stuttu seinna finnur hann Næstum Hauslausa Nick og strákinn sem slangan ætlaði að ráðast á báðir steingerðir.

Allavega þá var ég að pæla hvernig gat slangan ráðist á Nick og strákinn (sem ég man ekki hvað heitir) ef að Harry var nýbúin að sjá Ginny vera að læra?

Er þetta villa í myndinni eða er þetta eitthvað svona HarryPotter-trikk??

____________________________________


Nú vill svo skemmtilega til að ég er búinn að týna mínu eintaki af leyniklefanum og finn það hvergi en ég skal reyna að svara þér eins vel og ég get. Ginny fekk dagbók Trevors Delgome (Voldemort) og stundum hafði Trevor fullkomna stjórn á henni. Það eina sem basilkan óttaðist var gal hanans og því fór Ginny og drap alla hanana og kom svo til sjálfs síns öll í blóði án þess að hafa hugmynd um hvað hún hafði gert. Á bls. 254-255 les Trevor úr dagbók Ginnyar fyrir Harry “Kæri Trevor, ég held ég sé að missa minnið. Það eru hanafjaðrir á skikkjunni minni og ég veit ekki hvernig þær komust þangað. Kæri Trevor, 'eg man ekki hvað gerðist um kvöldið á hrekkjavökunni en það var ráðist ákött og skikkjan mín er ötuð í málningu. Kæri Trevor, Percy er alltaf að segja mér hvað ég sé föl og ólík sjálfri mér. Ég hld að hann gruni mig… Í dag átti sér stað önnur árás og ég veit ekki hvar ég var. Trevor ég held ég sé að missa vitið… Ég held að það sé ég sem er að ráðast á alla, Trevor!”
Á þessu virðist sem að hún hafi verið undir áhrifum Trevors Delgome í hvert skipti en ekki munað eftir því. Hún hefur þá verið að gera eitthvað.

Þetta eru þá liklega bara mistök hjá kvikmyndagerðarmönnunum.

Svo verð ég að þakka Æsu sérlega mikið því hún gerði mjög mikinn hluta af þesarri grein.