Erised stra ehru oyt ube cafru oyt on wohsi
I show not your face but your heart's desire
Draumaspegillinn sýnir ekki bara spegilmynd þess sem lítur í hann, heldur líka hans innstu drauma og óskir. Í tilviki Harrys er það fjölskyldan sem hann missti og öll ástin og hlýjan sem henni fylgir. Það var ekkert svoleiðis hjá Dursleyfjölskyldunni sem sá bara til þess að hann héldi lífi og ekkert meir. Í bíómyndinni sá hann bara sína allra allra nánustu, það er að segja bara foreldra sína en ekki afa og ömmur, frænda og frænkur og alla hina. Foreldrarnir eru líka þau sem hann saknar mest af öllum, hann finnur minna fyrir því að eiga ekki frændur og það hefur örugglega verið of mikið vesen og of dýrt fyrir framleiðendur myndanna að finna fólk í þetta.