Hr. Crouch var þannig maður að hann hugsaði einungis um orðspor sitt. Ekkert annað. Honum var svo annt um orðspor sitt að hann var viljugur til þess að láta einkason sinn í fangelsi, fyrir það að taka þátt í að kvelja Longbottom hjónin til sturlunar, án þess að sannanir væru rökstuddar og í raun aðeins orð gegn orði.
Hann vildi verða næsti galdramálaráðherra og sá draumur var honum svo heitur að hann var tilbúinn að fórna syni sínum til þess að halda flekklausum orðstír.

Með því að senda sinn eigin son til Azkaban var hann að sýna galdraheiminum að allir fengju sömu meðferð hjá honum. Dráparar í Azkaban. Svo einfalt var það.

Hr. Crouch afneitaði syni sínum þegar hann sendi hann til Azkaban en eiginkona hans taldi hann á að skipta á henni og Barty yngri., þar sem hún væri dauðvona.
Hr. Crouch varð að beiðni konu sinnar. Enginn vissi um þessi skipti nema þau þrjú og húsálfurinn Winky (Vinky). Þetta var hinsta ósk frú Crouch þar sem hún lét líf sitt í Azkaban en sonur hennar fékk að lifa áfram. Henni þótti undur vænt um son sinn og hr. Crouch þótti vænna um konuna sína en allt annað og virti ósk hennar.

En af hverju náði hr. Crouch ekki í lík konu sinnar í Azkaban?

Líklegast hefur honum fundist það grunsamlegt, að fólk mundi gruna hann fyrir að allt væri ekki með feldu, að það væri ekki Barty yngri. sem væri látinn heldur móðir hans. Það var búið að eyðileggja orðspor hans nóg nú þegar. Auk þess hefði blekkingin hugsanlega mistekist ef hann hefði sótt líkið. Þá hefði fólk farið að ætlast til að hafa jarðarför og hugsanlega hefði þá komist upp um svikin. Þetta var auðveldari leið. Vitsugurnar eru blindar og vissu ekki hver það var sem þær voru að grafa.


vonandi hefur þetta svarað einhverjum spurningum.

kv. Fantasia