Hvers vegna fór Sirius í Gryffindor, en ekki í Slythherin eins og allir í fjölskyldunni?
Það er ekkert sem segir að allir úr sömu fjölskyldu lendi á sömu heimavist. Það er innrætið en ekki ættirnar sem ráða á hvaða heimavist þú lendir.
Í Gryffindor fara þeir sem eru hugrakkir og hugprúðir.
Í Ravenclaw fara þeir sem eru gáfaðir og námsfúsir.
Í Hufflepuff fara þeir sem eru samviskusamir, duglegir, þolinmóðir og trúfastir.
Í Slytherin fara þeir sem eru slóttugir, útsmognir og úrræðagóðir.
Það segir sig sjálft að ættarbönd ráða ekki endilega hvernig innrætið er og hverjar sterkustu hliðar einstaklingsins eru. Sem dæmi má nefna að Parvati Patil er í Gryffindor en tvíburasystir hennar Padma Patil er í Ravenclaw, þó eru þær eineggja og því nákvæmlega eins erfðafræðilega séð.
Aftur á móti er mjög algengt að í fjölskyldum sé lögð rækt við ákveðna mannkosti og því ekki ólíklegt að systkin lendi á sömu heimavist. Einkum og sér í lagi ef foreldrar þeirra hafi jafnvel bæði verið á sömu heimavistinni (ekki óalgengt að galdramenn og nornir kynnist í skólanum og nái saman á heimavistum sínum, sbr. Lily og James, Molly og Arthur, Lucius og Narsissa). Foreldrar sem báðir koma frá Hufflepuff t.d. myndu leggja mikla rækt við að kenna barninu sínu þolinmæði, trúfesti og dugnað því það eru mannkostir sem þau hafa og telja mikilvæga. Aftur á móti myndu foreldrar sem aldir eru upp í Slytherin gera sitt besta til að kenna barninu sínu að vera úrræðagott og útsmogið því að þeirra mati er það einna mikilvægast.
Sirius var aldrei sáttur við fjölskylduarfleið sína og þær skoðanir sem fjölskylda hans hafði. Hann var mikið hugrakkari og hugprúðari en afgangurinn af fjölskyldu hans þó að hann hafi líka verið mjög úrræðagóður og útsmoginn ef hann þurfti á að halda. Hugsast getur að hatturinn hafi gefið honum val líkt og hann gaf Harry. Þá fyndist mér ekki ólíklegt að Sirius hefði viljað svekkja foreldra sína svolítið og valið Gryffindor eða að honum hafi, líkt og Harry, líkað betur við Gryffindorarfleiðina heldur en Slytherinarfleiðina.
Þess má geta svona í lokin að þar sem ættir ráða ekki heldur innræti er alveg möguleiki á því að muggafæddur nemandi Hogwartsskóla gæti lennt á Slyterinheimavistinni. Það yrði hugsanlega ekki skemmtileg lífreynsla en sé hann nógu slægur og útsmoginn ætti hann að spjara sig.