Rubeus Hagrid þekkjum við öll en hvað er hann gamall? Er hann ungur maður eða er hann gamall karl?
Hér er það sem við vitum.
Við vitum að hann var rekinn úr skólanum þegar hann var á þriðja ári sínu þar eða 14 ára gamall. Við vitum að það sama ár var Tom Riddle á fimmta ári sínu í Hogwartsskóla og skráði atvikið er varðaði brottreksturinn í dagbók sína. Við vitum að fimmtíu árum seinna skrifaði Harry Potter, þá tæplega 13 ára og á sínu öðru ári við skólann, í dagbókina og spjallaði við minningar Toms. Við vitum að Harry Potter er fæddur 1980 og hefur því verið á 13 ári 1993.
Leggjum nú höfuðið í bleyti og reiknum svolítið:
1993 (Harry les í dagbókinni og fer aftur um 50 ár) - 50 = 1943
1943 (Hagrid á þriðja ári og er rekinn úr skólanum) - 14 (aldur Hagrids) = 1929
Hagrid er því fæddur árið 1929 og er því 66 ára í byrjun fimmtubókarinnar en væri 75 ára í dag.