Yfir $500 milljónir
Eftir 11 vikur í bíóhúsum hefur Harry Potter and the Prisoner of Azkaban farið yfir $500 milljónir í sölu á miðum.
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban er aðeins 10. myndin til að fara yfir $500 milljónir utan Bandaríkjanna sem gerir þessa mynd að þriðju söluhæstu kvikmynd sem Warner Bros hafa framleitt.
Eins og flestir vita er Harry Potter and the Prisoner of Azkaban gerð eftir samnefndri bók eftir J.K.Rowling. Í myndinni (og bókinni) er fjallað um hinn unga Harry Potter sem missti móður sína og föður í æsku fyrir hendi hins illa Voldemorts. Hann ólst upp hjá frændfólki sínu, sem kom illa fram við hann, en nú stundar hann nám við galdraskólann Hogwarts og er á 3.ári. Nú eru hlutir þó öðru vísi því að hinn illræmi Sirius Black hefur sloppið úr Azkaban, galdramannafangelsinu, og sagt er að hann sé á eftir Harry.
Í aðalhlutverkum eru meðal annars Daniel Radcliffe, sem Harry Potter, og nýr inn í þessari mynd er Gary Oldman, sem strokufanginn Sirius Black.
Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst það eðlilegt að þessi mynd hafi farið yfir $500 milljónirnar. Mér finnst þessi mynd vera best af þessum þremur myndum sem gerðar hafa verið. Hvað finnst ykkur?
heimildir: www.the-leaky-couldron.org