Samot- maðurinn á bak við nickið eftir Ritu Skeeter
Samot er tvítugur stráklingur sem er meira en lítið veruleikafirrtur og hreint út sagt tifandi tímasprengja. Samot er um þessar mundirnar að vinna í “verksmiðju dauðans” líkt og hann orðar það, undirritaðri til mikillar furðu og ótta, og í söluturni. Það sem Samot stefnir á að gera í haust er að fara í Muggafræði (öðru nafni sálfræði), hversu vel honum á eftir að líka það og hvort hann á eftir að tolla í því á svo eftir að koma í ljós.
Uppáhalds persónur Samots í bókunum furðulegu um Harry Potter eru Barty Crouch Jr. og Sá-sem-ekki-má-nefna en þær persónur sem hann hefur litlar mætur á eru Seamus Finnigan og Argus Filch. Uppáhalds bókin hans er að vísu númer fjögur en númer þrjú er ekki langt á eftir. Segist Samot vera búinn að lesa bækurnar svo oft að hann sé hættur að þekkja muninn á eigin upplifunum og því sem gerist í bókunum og hefur undirrituð miklar áhyggjur af því. Varðandi myndirnar telur Samot að við verðum að meta þær sem myndir en ekki sem tilraun til eftirlíkingar á bókunum og hann treystir sér ekki að fara í of mikinn samanburð.
Varðandi framtíð Harry Potters og félaga telur Samot að Harry muni deyja í lok sjöundu bókarinnar, undirritaðri til mikillar skelfingar. Einnig telur hann líklegt að Neville Longbottom muni láta lífið á næstunni og hugsanlega líka Ronald Weasley sem á þó örlítið meiri möguleika á að lifa atburði næstu bóka af. Hann telur þó ólíklegt að drengurinn muni ná langt í framtíðinni. Hermione Granger, meint ástkona Harrys Potters og Vikotrs Krums, quidditch leikmanns búlgarska landsliðsins, á líklegast eftir að verða leiðinlegur starfsmaður á vegum galdramálaráðuneytisins, líklegast í innraeftirlitinu þar á bæ eða eitthvað því líkt. Undirritaðri finnst það bara sæma henni fullkomlega.
Samot tók persónuleikapróf og undirrituð getur ekki annað en hneykslast á útkomunni. Samot hefur sambærilegan persónuleika og Sá-sem-ekki-má-nefna. Samot er gífurlega greindur og snillingur í alla staði, hefur geysimikla samskiptihæfileika, sem hann notar á röngum forsendum. Allt fullkomið fyrir utan eitt- hann er holdgervingur alls ills.
Samot mátaði einnig í flokkunarhattinn sem skipaði honum í Rawenclaw sem ætti að hæfa honum vel, enda er drengurinn gáfum prýddur.
Undirrituð hefur komist að hræðilegri niðurstöðu:
Samot er hinn stórhættulegi Sirius Black í eigin persónu. Lítum á staðreyndirnar:
-Hann elskar að sprengja fólk í tætlur.
-Hann óskar Harry Potter alls ills.
-Uppáhalds persónur hans eru Sá-sem-ekki-má-nefna og Barty Crouch jr.
-Hann gerir ekki greinamun á veruleika og ímyndun.
-Hann vinnur í “verksmiðju dauðans”.
Sirius Black sprengdi þrettán manns í tætlur árið 1981. Hann var nógu snjall til þess að sleppa út úr Azkaban auk þess sem hann er yfirlýstur drápari hans-sem-ekki-má-nefna og hrífst þar af leiðandi af honum og öðrum stuðningsmönnum hans eins og t.d. Barty Crouch jr. Sirius Black hefur nú virst okkur flestum frekar veruleikafirrtur og eins og kemur hér skýrt í ljós gerir Samot sér engan greinarmun á ímyndun og veruleika eins og komið hefur það komið í ljós fyrr í þessari grein.
Samot, eða Sirius Black, vinnur í verksmiðju dauðans eða svo segir hann. Hver er þessi verksmiðja dauðans? Hvaða ógnir og skelfingar búa þar? Undirrituð telur að sú verksmiðja sé hreint engin verksmiðja heldur galdramannafangelsið Azkaban, en Sirius Black hefur einnig verið ásakaður um hræðilega glæpi innan fangelsisins sem undirrituð telur sig ekki geta greint frá. Síðast en ekki síst vita allir að Sirius Black slapp frá Azkaban á sínum tíma til þess eins að myrða hinn unga Harry Potter og hefur nú klárlega komið fram að Samot hugar hinum unga herra ekki langrar æfi.
Hugarar, verið á varbergi, Sirius Black, drápari hans-sem-ekki-má-nefna, hefur ráðist inn á vefinn okkar í eigin persónu og biður undirrituð ykkur þess vegna að vera sérstaklega varkár.
Rita Skeete